Fimmtudagur 24.01.2013 - 18:08 - FB ummæli ()

Fagnaðarefni, bara fagnaðarefni

Það hefur tekið áratugi að koma kynferðisbrotamálum út úr skuggasundunum þar sem glæpamennirnir og níðingarnir vilja halda þeim.

Nú hefur stíflan loksins brostið og fólk er í stórum stíl tilbúið að stíga fram og segja sína sögu og benda á hina seku.

Þetta er mjög, mjög gleðileg þróun og löngu tímabær.

Ég vona að bæði lögreglu og saksóknurum og öllum öðrum aðilum sem rannsaka þessi mál og annast um fórnarlömbin verði gert kleift að bregðast við nú þegar.

Og því finnst mér ekki að þeir ættu nú að lýsa því hver af öðrum hversu vinnuálagið á þá sé gífurlegt og voða mikið að gera og sumir jafnvel með í maganum af álagi, eins og segir í Fréttablaðinu í morgun.

Fólk sem er að glíma við að stíga það skref að opinbera skelfileg leyndarmál þarf held ég ekki á slíku að halda.

Þessi þróun nú er fagnaðarefni, bara fagnaðarefni.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!