Færslur fyrir nóvember, 2014

Fimmtudagur 27.11 2014 - 19:24

Hvað er með Jón Bjartmarz?

Hvað er eiginlega málið með Jón Bjartmarz? Er hann farið að dreyma um hríðskotabyssur á nóttunni? Nú segir hann að almenna löggan íslenska þurfi hríðskotabyssur til að koma í veg fyrir fjöldamorð eins og í Columbine skólanum eða Útey í Noregi. Jæja já? Komu allar þær byssur og vélbyssur sem ameríska lögreglan býr yfir í […]

Laugardagur 22.11 2014 - 10:32

Sigmundur Davíð skipar sér gegn þjóðinni

Viðbrögð forsætisráðherra við afsögn Hönnu Birnu er þess eðlis að Spaugstofan eða Baggalútur hefðu verið fullsæmd af. Ekki eitt orð um þau mistök og misfærslur sem Hanna Birna gerði sig seka um. Nei, það er ÞJÓÐIN sem þarf að skammast sín. Á mbl.is segir Sigmundur Davíð að „gengið hafi verið fram af mik­illi grimmd og […]

Föstudagur 21.11 2014 - 23:46

Hanna Birna

Mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur er auðvitað langt frá því til lykta leitt. Það er leiðinlegt að sjá fall hennar, því hún var að ýmsu leyti dugandi stjórnmálamaður og vildi vel á mörgum sviðum. En einhverjir brestir hafa nú ráðið því sem orðið er. Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir birtast. Það var […]

Þriðjudagur 18.11 2014 - 08:56

Pilla úr Hádegismóum

Ég hélt ræðu á Austurvelli í gær. Ekki var ritstjóri Morgunblaðsins ánægður með ræðuna, og allt í lagi með það. Hann sendir mér pillu í Staksteinum í morgun, og allt í lagi með það líka. Ég verð hins vegar að segja að mér finnst ansi skrýtið að hann skuli fullyrða að ég geti „þakkað þessari […]

Mánudagur 17.11 2014 - 23:26

Skítsama

Þetta er ræða sem ég flutti á Austurvelli laust upp úr klukkan fimm síðdegis nú áðan. – – – Komiði sæl.   Ég las það á netinu um daginn að forsætisráðherra Íslands stæði þessa dagana frammi fyrir alvarlegu og mjög erfiðu vandamáli. Og af því ég má aldrei neitt aumt sjá, þá fór ég að […]

Miðvikudagur 12.11 2014 - 07:23

Það komst bara upp um hann

Sko. Það er lítil gaman að hamra á manni sem augljóslega stendur höllum fæti, það er að segja Gísla Frey Valdórssyni. Ég verð samt að segja eftirfarandi. Eins og öðrum fannst mér nokkuð til um hina skyndilegu játningu hans frá því í gær. Og eins og aðrir hlaut ég að trúa því sem fram kom […]

Mánudagur 10.11 2014 - 23:22

Góður dagur án Sigmundar

Ég fór á mótmælafund á Austurvelli klukkan fimm. Það var kalt og fallegt veður, hátt í þrjú þúsund manns mættu, skemmtilegt fólk sem gerði að gamni sínu af djúpri alvöru, og ágæt úthugsuð ávörp voru flutt af ræðumönnum sem vildu allt til vinna að bæta sitt samfélag. Og það var sungið og þarna uppgötvaði ég […]

Mánudagur 10.11 2014 - 14:18

Langstaðin lygi

Fyrir kosningarnar 2013 var logið að okkur. Framsóknarflokkurinn þóttist ætla að galdra fram ókeypis 300 milljarða frá erlendum hrægammasjóðum. Æ síðan hefur þessi mikla lygi legið yfir samfélaginu eins og holtaþoka. Núna er verið að útbýtta einhverjum milljörðum úr ríkissjóði til útvalins samfélagshóps, og þar á meðal fær stóreignafólk góða summu. Holtaþokan er orðin blaut, […]

Mánudagur 03.11 2014 - 20:24

Sigmundur Davíð klúðraði því

Af einskærri hógværð lagði Svavar Knútur talsmaður mótmælanna á Austurvelli áðan hvað eftir annað áherslu á að hann væri fyrst og fremst að biðja um virðingu og kurteisi frá stjórnarherrunum. Þá kemur forsætisráðherra í fréttirnar og segir að fólk hafi komið til mótmæla af því þeirra flokkar séu ekki í ríkisstjórn og svona mótmæli séu orðin […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!