Færslur fyrir júní, 2012

Laugardagur 30.06 2012 - 15:25

Þetta verður langur dagur

Já, sannarlega óvenjulega langur dagur. Ekki þó út af forsetakosningunum, þótt væntanlega muni frambjóðendum þykja tíminn lengi að líða áður en úrslit verða kunn. Nei, laugardagurinn 30. júní 2012 verður lengri en aðrir dagar einfaldlega vegna þess að á miðnætti verður bætt einni sekúndu við klukkuna. Það er til að vega upp á móti þeirri […]

Miðvikudagur 27.06 2012 - 15:22

Vill einhver góðar fréttir?

Landsframleiðsla eykst á Íslandi. Meira en annars staðar. Sjá hér. Og Hagstofan hefur ekki mælt lægra atvinnuleysi síðan í maí fyrir hrun. Sjá hér. Hvorttveggja eru mjög jákvæð merki um að það hefur tekist að koma í veg fyrir að þær spár rættust sem fóru milli manna haustið 2008 og kváðu á um miklar þrengingar […]

Föstudagur 22.06 2012 - 15:22

Að sinna móðurhlutverkinu

Sjálfsréttlæting fjöldamorðingjans í Noregi var samhengislítið raus, eins og búast mátti við. Um norska keppendur í Eurovision og ég veit ekki hvað. Það eina merkilega fannst mér að hann fór að tala um konur, að þær ættu ekki að sofa óhikað hjá karlmönnum, heldur ættu þær að hugsa um að sinna móðurhlutverkinu. Þar lá að. […]

Föstudagur 22.06 2012 - 10:57

Ömurlegt en nauðsynlegt

Auðvitað er ömurlegt að horfa upp á að narsissískum fjöldamorðingja skuli gert svo hátt undir höfði, eins og Norðmenn hafa neyðst til gera gagnvart Anders Breivik. En markmið Norðmanna er í raun göfugt og sérlega virðingarvert. Að sýna fram á að Noregur er réttarríki, þar sem allir njóta mannréttinda – líka þeir sem fótumtroða mannréttindi […]

Föstudagur 22.06 2012 - 07:47

Sægreifaveldið Ísland

Mjög fín grein er í DV í dag um þinglokin um daginn. Þar kemur ýmislegt dapurlegt fram um hvernig staðið er að málum á Alþingi. En allra alvarlegast er að á lokasprettinum, þegar reynt var að finna samkomulag, til að ljúka þingstörfum, þá var fundað um samkomulagið í stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna. Áhrif LÍÚ er […]

Laugardagur 16.06 2012 - 17:40

Jóhanna þarf greinilega ekki að kvarta

Ég hef sagt það áður en segi það þá bara aftur: Þótt ég hafi aldrei verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Davíðs Oddssonar þá var maðurinn þó helstur valdamaður á Íslandi lengst af mínum manndómsárum, og vissulega maður fyrir sinn hatt. Því finnst mér í allri einlægni leiðinlegt að sjá hann á ofanverðri sinni starfsævi kominn […]

Föstudagur 15.06 2012 - 22:12

Lúffið ekki!

Ríkisútvarpið segir að ekkert samkomulag hafi enn verið gert um þinglok. Ég ætla rétt að vona ekki. Því ef slíkt samkomulag felur í sér að hætt verði við rannsókn á einkavæðingu bankanna, endurskoðun fiskveiðipólisíunnar verði lokuð inní skáp, þá lýsi ég fullkomnu frati á slíkt samkomulag. Þá tek ég undir hvert orð sem Margrét Tryggvadóttir […]

Þriðjudagur 12.06 2012 - 18:13

Nýtt fangelsi!

Eins og ég hef margtekið fram í þessu bloggi, þá á ég frekar erfitt með að skilja flóknar viðskiptafléttur og hvað þá brögð og brellur í bankakerfinu. Ég tók því fyrir löngu þá ákvörðun að fara mjög varlega með orð þegar slíkt og þvíumlíkt berst í tal. Því segi ég aðeins – eftir að hafa […]

Mánudagur 11.06 2012 - 18:59

Leiðréttur, fitusprengdur og eðlilegur

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur kominn til valda í Kópavogi. Og þar er nú byrjað að „leiðrétta“. Það er vonandi engin þörf á að segja neitt um viðtalið sem DV tekur við Ármann bæjarstjóra. Það er nóg að birta það bara eins og það kemur af skepnunni. Í DV segir: „Að sjálfsögðu höfum við skorið niður allstaðar,“ […]

Laugardagur 09.06 2012 - 09:59

„Bara“ Árni Johnsen

Ekki eru miklar kröfur gerðar til sumra íslenskra þingmanna. Þeim leyfist að opinbera fávisku sína, fordóma, vanþekkingu og ranghugmyndir, auk þess sem fyllilega er leyfilegt að móðga heilar þjóðir með einhverjum rugluðum heilaspuna. Og það þykir ekki taka því að minnast á það, hvorki í fjölmiðlum né af öðrum þingmönnum þegar boðið er upp á […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!