Föstudagur 22.06.2012 - 07:47 - FB ummæli ()

Sægreifaveldið Ísland

Mjög fín grein er í DV í dag um þinglokin um daginn.

Þar kemur ýmislegt dapurlegt fram um hvernig staðið er að málum á Alþingi.

En allra alvarlegast er að á lokasprettinum, þegar reynt var að finna samkomulag, til að ljúka þingstörfum, þá var fundað um samkomulagið í stjórn Landsambands íslenskra útvegsmanna.

Áhrif LÍÚ er sem sagt slík að stjórn samtakanna þarf að leggja blessun sína yfir samkomulag stjórnmálaflokkanna um þingstörf!!

Fyrr gat pólitískur armur sægreifanna ekki gengið frá samkomulaginu.

Raunar er líka að finna í greininni í DV aldeilis makalausa lýsingu eins úr hópi sægreifanna á mætti samtakanna og bandamanna þess.

Sjá hér.

Í greininni í blaðinu sjálfu er því síðan lýst hvernig þessi „her“ sneri niður Ingibjörgu Sólrúnu á sínum tíma, og þar áður Davíð Oddsson þegar hann var með einhverja sjálfstæðistilburði í upphafi ferils síns.

Davíð lærði sína lexíu vel og rækilega, eins og kunnugt er.

En þessi grein er eins og endaleg staðfesting þess að Ísland er ekki bananalýðveldi eins og stundum er haldið fram, heldur sægreifaveldi.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!