Færslur fyrir maí, 2012

Miðvikudagur 30.05 2012 - 09:30

Ekki hugleysi Þorvaldar

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari ætlar í mál við Þorvald Gylfason út af ummælum sem Þorvaldur viðhafði í grein sem hann birti á ensku í Þýskalandi um hrunið á Íslandi og stjórnarskrármálið. Hin aðfinnsluverða klausa að mati Jóns Steinars snýst um að ónefndur hæstaréttardómari hafi átt þátt í að koma á koppinn kærum til Hæstaréttar vegna […]

Laugardagur 26.05 2012 - 09:32

Mætti ekki alveg eins hía á það?

Jahá! Sjáiði þetta hér. Þorsteinn Pálsson stjórnarformaður MP banka og menn hans ætla að rukka þá sem ekki eiga eða skulda tvær milljónir hjá bankanum um sérstakt gjald. Tæpan 10 þúsund kall á ári. Tilgangurinn er vitaskuld sá að losa bankann við þá sem ekki eiga (eða skulda!) nógu mikinn pening. Bankinn nennir sem sagt […]

Föstudagur 25.05 2012 - 11:38

Söguleg efni

Ég hef verið að bræða með mér að stofna bókaklúbb sem gæfi út þýddar bækur um sagnfræðileg efni. Altso sagnfræðilegs eðlis, ekki sagnfræðilegar skáldsögur. Vandaðar bækur, fræðilega pottþéttar, en læsilegar og skemmtilegar. Markhópurinn þokkalegur upplýstur og fróðleikhús almenningur. Út gætu komið 3 bækur á ári, um allt milli himins og jarðar – frá Rómaveldi til […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 15:54

Hverjir eru gallarnir?

Alþingi samþykkti um nónbil að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs. Megin spurningin er sú hvort fólk vilji að frumvarpið verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá, eða ekki. Svo eru nokkrar spurningar um einstök atriði. Það er mín einlæg trú að þetta geti orðið þjóðinni til góðs. Ég mun leggja mitt af mörkum til að kynna frumvarpið […]

Fimmtudagur 24.05 2012 - 00:05

Loksins orðlaus!

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Jóhönnu Sigurðardóttur að segja af sér, og fallist hún ekki á það, þá er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson „að rjúfa þing og boða til kosninga í samræmi við 24. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands“. Nú mega menn auðvitað vera á móti ríkisstjórninni ef þeir vilja. […]

Miðvikudagur 23.05 2012 - 21:34

Ég vil fá að svara því sjálfur

Á morgun verða greidd atkvæði um það á þingi hvort draga eigi til baka umsókn að aðild að Evrópusambandinu. Atkvæðagreiðslan snýst reyndar um þjóðaratkvæðagreiðslu um umsóknina, en við vitum öll hvað býr að baki – að efla svo andstöðu gegn ESB með áhrifaríkri kosningabaráttu að meirihlutinn greiddi því atkvæði að draga umsóknina til baka. Ég […]

Sunnudagur 20.05 2012 - 21:22

Dapurlegt

Mér skilst að Sjálfstæðisflokkurinn – og þessir fáeinu bandamenn hans – ætli að halda áfram á morgun, mánudag, málþófi gegn tillögu um að stjórnarskrárfrumvarpið fari í þjóðaratkvæði. Þetta er satt að segja orðið hryggilegt. Sjálfstæðisflokkurinn á þrátt fyrir allt langa og merka sögu. Að hann skuli nú – þegar þjóðin sér loks til lands eftir […]

Laugardagur 19.05 2012 - 15:03

Hve hættulegt er þetta?

Sjálfstæðismenn hamast enn á Alþingi gegn stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs, ásamt fáeinum bandamönnum sínum. Þeir munu vafalítið stoltir segja barnabörnunum sínum frá því þegar lögðu allt í sölurnar til að berjast gegn þessu stórhættulega plaggi. Viljiði ekki fá að heyra hvílík hætta steðjar að? Arnar Jónsson les þetta afar vel. Ég mæli sérstaklega með því að þingmenn […]

Föstudagur 18.05 2012 - 19:30

Nei, þetta er ekkert málþóf

Verði stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs samþykkt mun það hafa margvíslegar breytingar til bóta í för með sér í íslensku samfélagi. Því er sorglegt að horfa upp á grimmilega andstöðu Sjálfstæðisflokksins við þetta frumvarp. Nú á að reyna að koma með öllum ráðum í veg fyrir að þjóðin fái að segja álit sitt á þessum frumvarpi. Málþófið á […]

Föstudagur 18.05 2012 - 13:35

Hvar er sómi Sjálfstæðisflokksins?

Stjórnarskrá Íslands er Sjálfstæðisflokknum ekki heilagri en svo að hann telur sér sæma að senda Árna Johnsen í pontu til að fíflast eitthvað í fáránlegu málþófi til að reyna að stoppa stjórnarskrárfrumvarpið. Hvar er sómi þessa flokks? Er hann genginn í björg, eða grjótið hans Árna Johnsens? Og hvar er sómi Alþingis ef enn á […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!