Færslur fyrir ágúst, 2011

Mánudagur 29.08 2011 - 15:12

Oní skúffu?

Guðmundur Andri skrifar eina af sínum fínu mánudagsgreinum í Fréttablaðið í dag. Hana er að finna hér og svo segir Eyjan svona frá henni. Sem meðlimur í stjórnlagaráði hef ég líka áhyggjur af því að sumir þingmenn vilji helst þegja stjórnarskrárfrumvarpið okkar í hel. Fyrst og fremst af því þeir geta ekki horfst í augu […]

Mánudagur 29.08 2011 - 14:34

Stolnar fjaðrir?

Árni Gunnarsson fyrrum þingmaður hefur sakað Ólaf Ragnar Grímsson um að skreyta sig með stolnum fjöðrum með því að troða upp á Íslandshátíð í Eistlandi, þegar Jón Baldvin Hannibalsson hefði fremur átt að vera þar í aðalhlutverki. Sjá hér. Ég er vissulega ekki heitasti aðdáandi Ólafs Ragnars sem finna má á landinu, en þetta finnst […]

Föstudagur 26.08 2011 - 12:39

Einn, tveir, þrír, allir í takt!

Þegar ég var ungur voru ungir sjálfstæðismenn stundum með stjálfstæðistilburði gagnvart forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir voru gjarnan róttækari en hin gamalgróna forysta, og vildu ganga lengra í frjálshyggjuátt. „Báknið burt!“ og allt það. En altént virtust þeir ungu sjálfstæðismenn telja sjálfsagt að ekki væru allir alltaf 100 prósent sammála í Sjálfstæðisflokknum. Núna bregður svo við að […]

Föstudagur 26.08 2011 - 07:32

Bónus?

Það er skiljanlegt og í rauninni sjálfsagt að menn vilji fá umsamin laun. Og fari fyrir dómstóla ef misbrestur verður á. Ég mundi vafalaust gera það líka. En að leggja gífurlega áherslu á að fá bónus fyrir vel unnin störf sín hjá Kaupþingi rétt í blálokin frá því fyrirtæki … það mundi ég líklega ekki […]

Þriðjudagur 23.08 2011 - 07:47

Allt upp á nýtt

Gott hjá Guðmundi Steingrímssyni að ganga úr Framsóknarflokknum og stofna nýjan flokk. Fólk sem ekki hefur fundið hugsjónum sínum eða skoðunum farveg innan hins aldraða íslenska flokkakerfis á hiklaust að finna pólitík sinni nýjan farveg. Það lýsir hvorki sviksemi né vingulshætti. Allir íslensku flokkarnir ættu að klofna þvers og kruss. Þeir eru myndaðir um hugsjónir […]

Mánudagur 22.08 2011 - 09:33

Samkeppniseftirlit á villigötum?

Ég var að lesa um daginn grein sem Guðmundur Andri Thorsson birti í Fréttablaðinu um málarekstur samkeppnisyfirvalda gegn Forlaginu, en Samkeppniseftirlitið sektaði bókaútgáfufyrirtækið um 25 milljónir króna fyrir meint brot á samkeppnislögum. Þessi grein kom mér á óvart því ég hafði satt að segja talið að þessi málarekstur Samkeppniseftirlitsins hefði lognast út af. En svo […]

Sunnudagur 21.08 2011 - 19:29

Allt eins?

Af því það hefur verið vitnað til bloggfærslu minnar frá í morgun um menningarnótt, þá langar mig bara að ítreka að í heild fannst mér menningarnótt frábærlega vel heppnuð. Og skemmtilegri en oftast áður. Og tónleikarnir á Arnarhóli voru í sjálfu sér líka til fyrirmyndar. Það sem ég hef hins vegar árum saman sett spurningarmerki […]

Sunnudagur 21.08 2011 - 08:47

Menningarnótt eða útihátíð

Ég fór vissulega ekki um allan bæ í gær, en mín tilfinning er sú að þessi menningarnótt hafi verið ein sú best heppnaða til þessa. Hið frábæra veður átti auðvitað sinn þátt í því, en þegar ég fór um bæinn í gær var líka afar notalegt og skemmtilegt andrúmsloft yfir öllu saman. Mér sýnist að […]

Laugardagur 20.08 2011 - 09:25

Harry Klein

Þetta er skemmtileg frétt. Hvernig væri að sjónvarpið byrjaði nú að endursýna Derrick-þættina? Þeir gengu á sínum tíma í 24 ár. Ef endursýningar byrja núna gætu þær staðið allt til 2035. Annars er Harry Klein (persónan) merkilegt fyrirbæri. Hann hóf feril sinn sem aðstoðarmaður lögregluforingjans Herberts Kellers í sjónvarpsþáttunum Der Kommissar sem byrjuðu í þýska […]

Föstudagur 19.08 2011 - 18:12

Smekklegt?

Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV skrifar fínan leiðara um hraðakstur ungs fólks, sem oft hefur endað með skelfingu. Og því miður af ærnu tilefni, þar sem nýlega dó í miðbæ Reykjavíkur ungur piltur sem var farþegi í einum af þessum „kappakstursbílum“. Það er sorglegra en tárum tekur þegar sá mórall skapast hjá unga fólkinu að […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!