Föstudagur 19.08.2011 - 18:12 - FB ummæli ()

Smekklegt?

Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV skrifar fínan leiðara um hraðakstur ungs fólks, sem oft hefur endað með skelfingu.

Og því miður af ærnu tilefni, þar sem nýlega dó í miðbæ Reykjavíkur ungur piltur sem var farþegi í einum af þessum „kappakstursbílum“.

Það er sorglegra en tárum tekur þegar sá mórall skapast hjá unga fólkinu að það sé allt í lagi að leggja líf sitt í hættu fyrir ódýrt ökukikk á þeim drápsvélum sem bílar geta verið.

Vinir unga mannsins sem dó hafa nú uppi viðleitni um að reyna að breyta hugarfarinu sem viðgengst.

Vonandi er að það takist.

En á nákvæmlega þeim tíma kýs Pressan að birta þetta hér með mikilli velþóknun.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!