Laugardagur 20.08.2011 - 09:25 - FB ummæli ()

Harry Klein

Þetta er skemmtileg frétt.

Hvernig væri að sjónvarpið byrjaði nú að endursýna Derrick-þættina?

Þeir gengu á sínum tíma í 24 ár. Ef endursýningar byrja núna gætu þær staðið allt til 2035.

Annars er Harry Klein (persónan) merkilegt fyrirbæri.

Hann hóf feril sinn sem aðstoðarmaður lögregluforingjans Herberts Kellers í sjónvarpsþáttunum Der Kommissar sem byrjuðu í þýska sjónvarpinu 1969.

Fritz Wepper lék Harry Klein og gerði aðstoðarmanninn að svo eftirminnilegri persónu (!) að þegar nýr löggusería hóf göngu sína í þýska sjónvarpinu 1974, um lögregluforingjann Derrick, þá þótti Þjóðverjum ómögulegt annað en hann fengi Harry Klein sem aðstoðarmann.

Persónan var því flutt milli sjónvarpssería, og Fritz Wepper lék síðan Harry Klein í þáttunum um Derrick í 24 ár, eða allt þar til Horst Tappert (sem lék Derrick) nennti þessu ekki lengur 1998 og þáttagerðinni var hætt.

En þeir sem stóðu að Der Kommissar dóu ekki ráðalausir þó persónan Harry Klein hefði verið flutt í annan sjónvarpsþátt.

Þeir bjuggu til nýja persónu sem gerð var að aðstoðarmanni Herberts Keller í stað Harry Klein.

Sú persóna hét Erwin Klein, yngri bróðir Harry Klein.

Og til að leika Erwin Klein var fenginn leikari að nafni Elmar Wepper, yngri bróðir Fritz Wepper.

Þeir eru ekkert að líta langt yfir skammt í þýska sjónvarpinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!