Færslur fyrir janúar, 2014

Þriðjudagur 28.01 2014 - 09:03

Frábært viðtal sýnir fram á þörf rannsóknar á Seðlabankanum

Það er full ástæða til að vekja sérstaka athygli á fínu viðtali Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen sem flutt var á RÚV í gærkvöldi. Hérna er viðtalið, og ég mæli með að fólk horfi endilega á það í heild, en hérna er svo samantekt Eyjunnar á því helsta sem Guðrún hafði að segja. Í viðtalinu […]

Miðvikudagur 22.01 2014 - 07:56

Frosti Sigurjónsson

Leitun er að stjórnmálamanni sem hefur hafið feril sinn óglæsilegar en Frosti Sigurjónsson. Mér finnst það leiðinlegt því ég batt ákveðnar vonir við Frosta í fyrra. Hann leit út fyrir að vera málefnalegur, hvað sem öðru leið. Og svo var þrástagast á hvað það væri gott að fá á þing mann svona spriklandi ferskan úr […]

Mánudagur 20.01 2014 - 12:55

Vond ríkisstjórn

Ríkisstjórnin lofaði miklum skuldaleiðréttingum. Hún stóð ekki við það loforð sitt, þótt hún hafi kynnt hugmyndir um takmarkaðar niðurfellingar sem virðast helst nýtast þeim sem eiga nógan pening. Við skulum hafa það á hreinu: Hún stóð ekki við kosningaloforð Framsóknar, ekki nálægt því. Hún hefur í hverju málinu af öðru alltaf tekið málstað þeirra sem […]

Föstudagur 17.01 2014 - 11:53

Ótrúlegar fréttir

DV birtir í dag ótrúlegar fréttir. Frá því er greint (hérna!) að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi tekið Birgittu Jónsdóttur þingmann Pírata afsíðis og skammað hana fyrir að hafa varpað fram fyrirspurn um lekamálið úr ráðuneyti Hönnu Birnu. Skammað hana! Ráðherra í ríkisstjórn Íslands skammar þingmann bak við tjöldin fyrir opinbera fyrirspurn! Hvurslags vinnubrögð eru […]

Fimmtudagur 16.01 2014 - 19:31

Svínað á þjóðinni

Fyrir einu ári og nokkrum mánuðum var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi um nýja stjórnarskrá. Þrátt fyrir mikinn áróður valdamikilla afla í landinu um að þetta skipti engu máli, þá mætti helmingur kjósenda á kjörstað og niðurstaðan var mjög afgerandi. Tveir þriðju lýstu þeirri skoðun sinni að það stjórnarskrárfrumvarp sem fyrir lá skyldi verða grundvöllur að […]

Fimmtudagur 16.01 2014 - 09:41

Fúlir pyttir fortíðar

Í mörg herrans ár hef ég spurt: Hvaða sjálfstæðismaður ætlar að lokum að ganga fram fyrir skjöldu og þora að gagnrýna Davíð Oddsson og klíku hans? En því miður: Enginn hefur þorað – ekki einu sinni þau sem klíkan hefur niðurlægt gegnum tíðina, jafnvel trekk í trekk. En nú stígur Sigurður Örn Ágústsson fram fyrir […]

Sunnudagur 12.01 2014 - 20:15

„Óbifanlegur stuðningur“

Hvað kom fyrir Bandaríkin? Og alveg sérstaklega, hvað kom fyrir Barack Obama? Þegar ég var strákur fór aldrei milli mála að Bandaríkin studdu Ísrael með ráðum og dáð. En ekki samt alveg gagnrýnislaust. Jimmy Carter og meira að segja Richard Nixon leyfðu Ísraelum ekki að komast upp með alveg hvað sem er. Núna virðist það […]

Þriðjudagur 07.01 2014 - 14:40

Lærdómur?

Það virðist því miður vera full ástæða til að fjalla opinberlega um flugslysið á Akureyri á fyrra ári. Hafi það ekki verið ljóst í gær, þá er það ljóst í dag þegar Fréttablaðið birtir viðtal við lækni sem tók um árabil þátt í sjúkraflugi með norðlenska flugfélaginu Mýflugi. Á æsingalausan og yfirvegaðan hátt segir hann […]

Laugardagur 04.01 2014 - 09:08

Samstaða?

Samstaða með þeim sem eiga undir högg að sækja, með þeim sem þurfa að hafa fyrir lífsbaráttunni og með þeim sem auðga samfélag okkar með lífi sínu og verkum, ójá. Samstaða með Ólafi Ragnari Grímssyni, Sigmundi Davíð og Agnesi biskupi, nei takk, held ekki.

Föstudagur 03.01 2014 - 19:57

Hinir mikilfenglegu stjórnmálaflokkar

Þegar ég sat í stjórnlagaráði, þá vorum við í ráðinu stundum skömmuð fyrir það af íhaldsömum fræðimönnum og pólitíkusum að vilja auka svo mjög möguleika á persónukjöri að stjórnmálaflokkarnir sem stofnanir myndu stórskaðast af. Og það mætti ekki því þar færi lýðræðisleg umræða fram. Já, það er nefnilega það. Núna standa Íslendingar frammi fyrir örfáum […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!