Þriðjudagur 28.01.2014 - 09:03 - FB ummæli ()

Frábært viðtal sýnir fram á þörf rannsóknar á Seðlabankanum

Það er full ástæða til að vekja sérstaka athygli á fínu viðtali Egils Helgasonar við Guðrúnu Johnsen sem flutt var á RÚV í gærkvöldi.

Hérna er viðtalið, og ég mæli með að fólk horfi endilega á það í heild, en hérna er svo samantekt Eyjunnar á því helsta sem Guðrún hafði að segja.

Í viðtalinu er mjög vel farið yfir helstu atriðin í bókinni sem Guðrún hefur skrifað um bankahrunið, og það er afar hressandi að sjá hvað hún er afdráttarlaus og skorinorð.

Það er næstum fyndið, hvað maður verður undrandi og feginn því að sjá manneskju tjá sig um hin stórpólitísku deilumál hér á landi sem augljóslega tekur ekkert tillit til hagsmunahópa og smákónga.

Sagan sem hún segir kemur kannski ekki beinlínis á óvart – en það er mjög gott að fá þessa áréttingu á atburðarásinni, nú þegar farið var að bera á því að tilraunir smákónganna til að endurskrifa söguna væru kannski að skila einhverjum árangri.

Þá meina ég bæði stjórnmálamenn og bankamenn og talsmenn þeirra.

Augljóst er – hvað sem öðru líður – að í alvöru stjórnkerfi væri löngu búið að hefja allsherjar rannsókn á Seðlabankanum og starfsemi hans í aðdraganda hrunsins.

Þörfin á því kemur mjög skýrt fram í máli Guðrúnar.

Því þar hefur vart staðið steinn yfir steini.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!