Fimmtudagur 06.02.2014 - 16:18 - FB ummæli ()

Skömm

Nú eru Rússar byrjaðir að hóta þeim gestum sínum í Sotjí sem kynnu að vilja lýsa andúð sinni á ofsóknum þeirra gegn samkynhneigðum og transfólki.

Sjá hér.

Þegar Rússar byrja að hóta fólki, þá kennir sagan okkur að það sé því miður full ástæða til þess að taka mark á þeim hótunum.

Nógu slæmt var að Ólafur Ragnar Grímsson og Illugi Gunnarsson og Eygló Harðardóttir skyldu hafa ákveðið að fara í sína skemmtireisu til Sotjí þótt þeim væri vel kunnugt um að stjórnvöld þar í landi fótumtroða mannréttindi – sem gengur beinlínis gegn ólympíuandanum marghrjáða.

Og vitandi að stjórnvöld myndu nota heimsóknir málsmetandi fólks til að réttlæta framferði sitt.

En ennþá verra er að þau þrjú skuli halda fast við heimsókn sína, nú þegar beinar hótanir eru farnar að dynja á þeim sem kynnu að vilja nota sér tjáningarfrelsi sitt til að lýsa skoðunum sínum á mannréttindabrotunum.

Ég hef skömm á þessu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!