Færslur fyrir mars, 2015

Þriðjudagur 31.03 2015 - 15:29

Treystum við kerlingu fyrir eigum okkar sem á nú aðeins 0,00072 prósent af upprunalegum eigum sínum?

Kona ein fæddist fyrir 91 ári. Hún var af skikkanlegu fólki komin sem arfleiddi hana að heilmiklum eignum og lausu fé. Það var því sláttur á konunni þegar hún komst til vits og ára og hún var gjörn á að slá um sig og leggja pening í alls konar brask og skýjaborgir. Núna, þegar hún […]

Sunnudagur 22.03 2015 - 13:09

Furðuleg viðbrögð í Samfylkingu

Ekki ætla ég í bili að hafa neina sérstaka skoðun á því hvort Sigríður Ingibjörg eða Árni Páll hefði orðið betri formaður Samfylkingar. En ég skil vel að Sigríður Ingibjörg sé að „íhuga stöðu sína“ eftir formannsslaginn. Furðuleg heift kemur fram í hennar garð í ýmsum ummælum fyrri og núverandi forkólfa í Samfylkingunni? Og þá […]

Laugardagur 21.03 2015 - 13:53

Þegar Bjarni Benediktsson …

… horfir á nýjustu skoðanakönnunina sem sýnir meira fylgi við pírata en Sjálfstæðisflokkinn og hann botnar ekki neitt í neinu, þá mætti kannski benda honum á eitt. Að þegar hann skýtur næst fram hökunni í þingsal og býst til að valta yfir sjónarmið minnihlutans og segir með hrokann drjúpandi af hverju orði: „Það er mjög […]

Sunnudagur 15.03 2015 - 15:01

Lýðræðið er komið með flensu

  Gott fólk.   Þeir sem vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að Íslendingar kynnu að ganga í Evrópusambandið, kannski hafa þeir bara rétt fyrir sér.   Kannski er þetta Evrópusamband ekkert fyrir okkur. Kannski er miklu betra fyrir okkur að halda hér úti minnstu sjálfstæðu mynt í öllum heiminum, smámynt sem leikur […]

Laugardagur 14.03 2015 - 09:52

Sigmundur horfinn eina ferðina enn – og öllum er sama

Merkileg er sú staðreynd að þótt allt hafi farið hér á annan endann við hið galna útspil ríkisstjórnarinnar á fimmtudaginn var, og fólst í bréfinu sem Gunnar Bragi bar Evrópusambandinu, þá virðist enginn vera að bíða þess hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur um málið að segja. En hann er nú gufaður upp, eina ferðina enn. […]

Föstudagur 13.03 2015 - 16:55

Ríkisstjórnin öll er ábyrg

Bréf það sem Gunnar Bragi Sveinsson sendi Evrópusambandinu felur ekki aðeins í sér ótrúlegt gerræði gagnvart Alþingi – hvort sem bréfið reynist á endanum hafa eitthvert raunverulegt gildi eða ekki. Það er líka alveg ótrúlega heimskulegt, eins og ýmsir hafa orðið til að vekja athygli á. Þetta bréf var raunar svo mikið rugl að ég hélt […]

Fimmtudagur 12.03 2015 - 20:53

Þannig upphefst fasisminn

Það er alveg sama hvað maður er mikið á móti hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er líka alveg sama hversu gjörsamlega manni stendur á sama um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég tel einfaldlega að engin réttsýn manneskja geti gúterað þá valdníðslu sem ríkisstjórnin ætlar nú fram með. Réttlæting Bjarna Benediktssonar í Kastljósi var í […]

Fimmtudagur 05.03 2015 - 09:51

Enn einn dómgreindarbrestur Sigríðar Bjarkar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu er ekki hæf til að gegna sínu starfi. Hún hefur gerst sek um alltof marga dómgreindarbresti. Sá nýjasti blasir við í miklu hvítþvottarviðtali sem hún lætur taka við sig í Mogganum í morgun. Undir fyrirsögninni: „Ekki hvarflað að mér að segja af mér.“ Ef þetta er rétt, þá lýsir […]

Miðvikudagur 04.03 2015 - 16:08

Í tilefni dagsins

Í hverju einasta eintaki af hverju einasta blaði sem út kom á Íslandi kringum aldamótin 1900 birtust þær, auglýsingarnar um „snákaolíuna“. Vandlega vottaðar og með nöfnum og öllu. Og læknaði hvað sem var. „Kína-lífselíxírinn“ var þekktastur: Þetta er úr Þjóðólfi 1901: Þetta er úr Ísafold ári seinna:   Og hr. Petersen í Friðrikshöfn bætti sjálfur […]

Miðvikudagur 04.03 2015 - 08:50

Áskorun til KSÍ

Sæll Geir Þorsteinsson formaður KSÍ. Hér er ein vinsamleg fyrirspurn, og meðfylgjandi áskorun. Rétt áðan var ég að fylgja 15 ára syni mínum í skólann. Hann hefur verið heima í tvo daga en nú var honum ekki lengur til setunnar boðið. Svo ég sá á eftir honum inn í skólann þar sem hann staulaðist við […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!