Færslur fyrir september, 2014

Þriðjudagur 30.09 2014 - 16:44

Var fleirum raðað á ríkisjötuna?

Bæði DV og Fréttablaðið lentu í ólgusjó fyrir skömmu þegar eigendavald og ritstjórnarhagsmunir virtust vegast á, en upp á slíkt er aldrei skemmtilegt að horfa. Auðvitað er ekki komin löng reynsla á nýja yfirmenn á ritstjórnum blaðanna, og best að bíða með að fella einhverja endanlega dóma þar um. En efni í báðum blöðunum í […]

Miðvikudagur 24.09 2014 - 15:02

Alltaf eitthvað á ská

Ég hef verið alltof latur við að sækja hinar ágætu RIFF hátíðir undanfarin ár. Núna skal verða breyting á, enda eru á hátíðinni margar fínar myndir – en þar af tvær sem ég hef beðið lengi eftir að sjá. Annars vegar er það sænska myndin eftir Roy Andersson sem heitir því skemmtilega nafni Dúfa sem […]

Þriðjudagur 23.09 2014 - 10:54

Ríkisstjórn ríka fólksins, 2. hluti

Klaufaskapur, flumbrugangur, yfirlæti og óheiðarleiki einkenna þessa ríkisstjórn. Þær eru orðnar ótrúlega margar, uppákomurnar sem ráðherrar og helstu stuðningsmenn stjórnarinnar hafa ýmist staðið fyrir eða „lent í“. Stundum dynja á manni þvílíkar furður að maður gleymir jafnvel aðalatriðinu í sambandi við þessa ríkisstjórn. Það er kannski farið að snjóa svolítið yfir fyrstu verk hennar. Þegar […]

Fimmtudagur 11.09 2014 - 09:04

Mjög vond ríkisstjórn

Þetta er mjög vond ríkisstjórn. Hún er illa mönnuð, upp til hópa, plöguð af alls konar klaufaskap, lygum, svikum og barbabrellum og þvættingi. Hún léttir álögum af þeim ríku, skellir þeim á þá sem minna mega sín, og hirðir ekki um heilbrigðiskerfið. Þetta er, já, mjög vond ríkisstjórn.

Miðvikudagur 10.09 2014 - 10:31

Ríkisstjórn ríka fólksins

Ég er ekki búinn að lesa fjármálafrumvarpið, enda varla læs á svona margar tölur. Eftir að hafa heyrt og lesið ýmislegt um þetta frumvarp, þá sýnist mér þó að eitt liggi í augum uppi. Að það sé enn eitt dæmið um að núverandi ríkisstjórn hugsar aðeins og eingöngu um hag hinna vel stæðu í samfélaginu. Þann […]

Þriðjudagur 09.09 2014 - 13:39

Ég ætla ekki að segja upp DV

Ég ætla ekki að segja upp áskriftinni minni að DV. Ég lít svo á að blað af því tagi sem DV hefur verið að undanförnu sé nauðsynlegt og íslensk fjölmiðlaflóra væri miklum mun óskemmtilegri án þess. Þótt Reynir Traustason hafi verið öflugur og áberandi sem karakter blaðsins og nokkrir fleiri mjög góðir starfsmenn séu nú […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!