Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 30.04 2011 - 20:12

Þökkum fyrir hrunið!

Stundum blöskrar manni gjörsamlega yfir því hve óforskammaðir menn geta verið. Nú hefur Friðrik Sophusson verið að kvarta og kveina (sjá hér) undan því í viðtali við eitthvert Heimdallarblað að frjálshyggjunni sé kennt um hrunið. Og hann þykist ekkert vita hvað nýfrjálshyggja er! Æ, Friðrik! Má ég benda þér til dæmis á þessa grein sem […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 08:46

Bara þeim sjálfum að kenna!

Þessi frétt hér, sem Eyjan birtir eftir frétt Viðskiptablaðsins, er stórmerkileg. Og verður vonandi til þess að eitthvað breytist. Sjö af hverjum tíu forkólfum í íslensku viðskiptalífi telja viðskiptalíf einkennast af siðleysi. Ég mundi halda að þetta væri þá eitthvert mesta vandamál sem íslenskt viðskiptalíf á við að stríða. Því bissnissmennirnir geta engum um kennt, […]

Sunnudagur 24.04 2011 - 09:48

Hver sýnir foringjaræði?

Þegar Atli Gíslason hætti stuðningi við ríkisstjórnina kom á daginn að hann hafði hvorki talað við kóng né prest í sínu kjördæmi. VG-félögin sem höfðu komið Atla á þing áttu enga aðild að brotthvarfi hans, og fengu ekkert um það að segja. Það var í meira lagi hlálegt vegna þess að Atli tönnlaðist á að […]

Föstudagur 22.04 2011 - 21:03

Hvað maður er glámskyggn …

Ég var í Prag um páskana 1988. Það var stórmerkilegt og vitaskuld gaman að koma þangað, en maður hafði samt á tilfinningunni að fólkinu liði illa. Eins og það lifði undir fargi. Kona ein, sem við íslenskir ferðalangar töluðum við, sagði okkur að hún bæri engar vonir í brjósti um framtíðina. Jú – austur í […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 15:33

Huldumenn loksins komnir í almennilegt húsnæði!

Þá er huldumaður búinn að kaupa gamla húsið hans Jóhannesar í Bónus fyrir norðan. Það er gott. Mér finnst kominn tími til að huldufólk flytji inn í almennilegt húsnæði. Ég hef aldrei skilið hvernig það hefur getað hafst við í klettum. Það hlýtur að hafa verið köld vist og blaut. En nú er nóg af […]

Fimmtudagur 21.04 2011 - 12:57

Síðasti veturinn

Það er sumardagurinn fyrsti. Frekar milt rigningarveður, að minnsta kosti hér fyrir sunnan. En ég hef ekki heyrt í neinum lúðrasveitum. Ég hef ekki séð fánaborg mjakast framhjá glugganum mínum. Ég hef ekki séð neina skáta í stuttbuxum flýta sér til að verða komnir tímanlega í skrúðgöngu. Eða börn í sparifötunum með litla íslenska fána. […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 14:21

Stolt yfir vitleysunni?

Ég var að horfa í gærkvöldi á heimilarmyndina The Inside Job. Um efnahagskreppuna sem gekk yfir heiminn haustið 2008 og varð til þess að íslenska bankakerfið hrundi. Enda búið að reisa bankana hátt til himins þótt undirstöðurnar væru engar – sem til kom. Snilld íslenskra bankamanna, sem við vorum farin að trúa á, hún reyndist […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 18:03

Asni klyfjaður gulli

Sægreifarnir hafa, held ég, ekki mjög miklar áhyggjur af því þótt efnt yrði til þjóðartkvæðagreiðslu um kvótann. Af því þeir að þeir reikna fastlega með að vinna. Ekki af því þeir hafi svo góðan málstað. Heldur af því þeir eiga svo mikið af peningum. Fjárausturinn í auglýsingastarfsemi kringum slíka þjóðaratkvæðagreiðslu yrði ótrúlegur. Ég heyrði mann […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 18:25

Þessu þurfum við að breyta

LÍÚ-stjórnin hefur gengið of langt. Yfirlýsingar Friðriks J. Arngrímssonar framkvæmdastjóra samtakanna eru svo fullar af hroka og yfirlæti að við það verður ekki unað. Ósvífnin sem hann sýnir Jóhönnu Sigurðardóttur tekur út yfir allan þjófabálk. Og reyndar hefur virðing mín fyrir henni aukist stórlega við árásir sægreifanna. Þeir hljóta að vera hræddir við hana fyrst […]

Laugardagur 16.04 2011 - 19:45

Ingólfur Margeirsson

Ingólfur Margeirsson var einn af kunnustu og bestu blaðamönnum landsins þegar ég byrjaði í bransanum fyrir eitthvað um 30 árum. Höfuðbækistöðvar hans voru þá á Þjóðviljanum, þar sem hann tók óvenjulega skemmtileg og lífleg viðtöl, sem hann skreytti með eigin teikningum. Það var eitthvað alþjóðlegt við þessi viðtöl hans – eitthvað á heimsmælikvarða hugsa ég. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!