Fimmtudagur 21.04.2011 - 12:57 - FB ummæli ()

Síðasti veturinn

Það er sumardagurinn fyrsti.

Frekar milt rigningarveður, að minnsta kosti hér fyrir sunnan.

En ég hef ekki heyrt í neinum lúðrasveitum.

Ég hef ekki séð fánaborg mjakast framhjá glugganum mínum.

Ég hef ekki séð neina skáta í stuttbuxum flýta sér til að verða komnir tímanlega í skrúðgöngu.

Eða börn í sparifötunum með litla íslenska fána.

Er allt svoleiðis dottið upp fyrir?

Og á maður þá að harma það?

Af því það hefur breyst frá því ég var lítill?

Eigi veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að af er fóturinn.

Ég býð altént gleðilegt sumar!

Og vona að þetta hafi síðasti veturinn í hruninu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!