Færslur fyrir október, 2011

Sunnudagur 30.10 2011 - 20:35

Seinheppinn Karl

Það er eitthvað svo sorglegt við hvað Karl Sigurbjörnsson biskup er seinheppinn maður. Hann hefur haft mörg tækifæri til að reka af sér slyðruorðið vegna linkulegra viðbragða sinna við málum Ólafs Skúlasonar bæði fyrr og nú, en hann hefur klúðrað hverju tækifærinu af öðru. Fyrir þetta hefur biskup verið gagnrýndur, stundum nokkuð harkalega, og sjálfsagt […]

Sunnudagur 30.10 2011 - 14:40

Maðurinn sem vann Fischer

Sumarið 1972 var ég í sveit á Ströndunum. Heimsmeistaraeinvígið í skák fór þess vegna algjörlega framhjá mér, ég vissi varla hvað var á seyði. Nú bregður svo skemmtilega við að tvær glæpasögur koma út næstu dagana þar sem heimsmeistaraeinvígið er í bakgrunni viðburða. Arnaldur Indriðason gefur út sína bók sem heitir Einvígið, og Óttar M. […]

Föstudagur 28.10 2011 - 16:08

Segjum frá!

Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar á Facebook-síðu í dag: „Fyrrverandi seðlabankastjóri sagði við mig í gær, að ein ástæðan til þess, að bankarnir starfa undir leyndarhjúp frekar en fyrir opnum, sé nú, að mikið sé af óhreinu fé í umferð. Hann var að tala um Ísland. Mig langaði að segja við manninn: Hvers vegna ertu að […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 13:48

Sveitaleg yfirpróduktión

Ég hef verið að glugga í safn bréfa sem Halldór Laxness skrifaði Ingu fyrri konu sinni á árunum 1927-1929 og Halldór Guðmundsson og Einar Laxness önnuðust útgáfu á. Þetta er bráðskemmtilegur lestur, og afar fróðlegur – en það fer reyndar óstjórnlega í taugarnar á mér að þeir tvímenningar skuli segja í formála um útgáfuna að […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 10:20

Með fingraför á sálinni

Íslendingar virðast stundum eiga alveg óstjórnlega erfitt með að festa hugann við kjarna málsins lengur en 2-3 daga. Nú virðist til dæmis vera upphafin mikil umræða um að sá góði drengur og sérlega hæfi sérfræðingur í bankasýslu Páll Magnússon hafi verið hrakinn úr starfi af fáeinum vondum þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, og ástæðan eingöngu sú að aumingja […]

Sunnudagur 23.10 2011 - 09:32

Ömurlegt land

Fréttin um að krónprins Sádi-Arabíu sé látinn (sjá hér) hefur vakið athygli á því ömurlega stjórnkerfi sem þrífst í þessu landi. Landið er nánast einkaeign einnar fjölskyldu sem hefur meira að segja troðið nafninu sínu í heiti ríkisins. Svona eins og ef Davíð hefði á sínum mestu valdaárum ákveðið að endurskíra Ísland og kalla það […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 20:44

Opið bréf til forsetans

Heill og sæll Ólafur Ragnar. Ég hef eins og aðrir Íslendingar fylgst með fréttum af bréfaskriftum þínum og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um mögulegar siðareglur forsetaembættisins sem margir hafa talið nauðsynlegt að settar yrðu eftir hrunið. Ekki fer milli mála að þér finnst það ekki koma forsætisráðherra nokkurn skapaðan hlut við hvort þú kýst að setja […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 16:50

Er loks að linna flumbrugangi stórkarlanna?

Það var ansi merkilegt viðtalið sem Helgi Seljan átti við Bjarna Bjarnason forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur í Kastljósi í gærkvöldi. Um jarðskjálftana í Hveragerði – en líka um ýmis önnur brennandi málefni Orkuveitunnar frá fyrri tíð. Bjarni er náttúrlega nýtekinn við OR og gaf til kynna að hann vildi helst ekki þurfa að svara mikið fyrir […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 14:11

Skrípó? Held nú ekki!

Ritstjóri Eyjunnar hefur kosið að gera mjög hátt undir höfði í fréttaveitu sinni bloggfærslu sem Harpa Hreinsdóttir birti í gær um bók Þráins Bertelssonar, Fallið. Bók Þráins fjallar eins og vonandi flestir vita um fyllerí sem hann lenti á í Færeyjum í sumar, og þó einkum og sér í lagi þá meðferð sem hann dreif […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 07:45

Ekki verra en þetta?

Þetta hér finnst mér dálítið merkilegt. Að Ísland sé í 9. sæti Alþjóðabankans yfir þau lönd þar sem greiðlegast er að stunda viðskipti, stofna fyrirtæki og þess háttar. Og hafi færst upp um fjögur sæti. Sé til dæmis fyrir ofan Svíþjóð. Auðvitað segja aðstæður fyrir bissniss ekki nema takmarkaða sögu um hvert samfélag. Og ekki […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!