Færslur fyrir apríl, 2012

Mánudagur 30.04 2012 - 11:38

Kunnuglegar skammstafanir

Valgerður Bjarnadóttir segir að einhvern næstu daga verði næstu skref í stjórnarskrármálinu ákveðin, sjá hér. Útlit er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs í haust. Það er gott. Atkvæðagreiðslan verður að vísu aðeins ráðgefandi, en ætti að gefa góðar vísbendingar um vilja þjóðarinnar. Málið lítur sem sagt vel út eftir margvíslegar tafir. Það er líka mjög […]

Laugardagur 28.04 2012 - 20:58

Lygi Sigmundar Davíðs

Til hvers er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pólitík? Ég fullyrði ekkert að allar hans skoðanir séu vitlausar. Sjálfsagt má finna eina og eina sem eitthvert vit er í. En samt … hvað er maður sem segir annað eins og ÞETTA að gera í pólitík? „Tjónið af þessarri ríkisstjórn er orðið meira en tjónið af hruninu.“ […]

Miðvikudagur 18.04 2012 - 20:09

Óvænt útrás?

Heimurinn er frekar smár. Í gærkvöldi var 20 manna hópur Íslendinga að tékka sig inn á flugvellinum í Addis Abeba í Eþíópíu. Þar eru Íslendingar mjög sjaldséðir gestir, vægast sagt. Þar sem Íslendingarnir stóðu í röðinni að innritunarborðinu á flugvellinum veittu þeir allt í einu athygli stúlku sem stóð í annarri röð. Hún var á […]

Mánudagur 16.04 2012 - 11:00

Snöggur að hugsa Steingrímur

Steingrímur J. Sigfússon er snöggur að hugsa. Fallegt dæmi um það mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 fyrir helgina þegar hann var spurður um þá beiðni Evrópusambandsins að eiga aðild að dómsmálinu gegn Íslendingum sem sprottið er vegna Icesave-málsins. Steingrímur er ósáttur við þá beiðni eins og fleiri andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, þó erfitt […]

Sunnudagur 15.04 2012 - 20:37

Nei, við erum ekki að fría okkur ábyrgð …

Á netinu er nú aftur komið í umferð myndband sem tekið var saman misseri eftir hrun eða svo, og sýnir hvernig íslenskir ráðmenn bæði í bissniss og stjórnmálum bregðast við þegar þeir eru spurðir um ábyrgð sína. Þetta er holl upprifjun. Svör Árna Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega athyglisverð. Þegar hann er spurður um […]

Sunnudagur 15.04 2012 - 09:22

Lofar góðu

Það er ástæða til að benda á það sem vel er gert. Starfshópurinn sem rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin virðist ætla að vinna sína vinnu af samviskusemi og alvöru. Sjá þessa frétt Helgu Arnardóttur á Stöð 2. Mér líst vel á Arndísi Soffíu Sigurðardóttur og þó ég viti náttúrlega ekki enn, frekar en aðrir, hvað muni […]

Miðvikudagur 11.04 2012 - 07:53

Ógleymanleg fjölskylda

Ég sé á auglýsingum að sýningum á Dagleiðinni löngu fer nú fækkandi í Þjóðleikhúsinu. Ég ætla því að leyfa mér að hvetja fólk til að drífa sig. Þetta leikrit Eugene O´Neill er heilmikið fjölskyldudrama og alveg sérstaklega vel skrifað. Þessi fjölskylda sem þarna velkist um eina langa dagleið í lífinu verður manni ógleymanleg. Hið sérstaka […]

Þriðjudagur 10.04 2012 - 12:52

Stjórnlagaráð

Hér er myndband sem finnska þingið lét búa til og skýrir feril stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs. Sá ferill hefur vakið athygli og jafnvel aðdáun víða í útlöndum þótt sumir hér innanlands reyni að gera lítið úr honum.

Mánudagur 09.04 2012 - 17:41

Öskrið

Alltaf öðruhvoru þegar ég á stund aflögu dettur mér í hug að nú verði ég að fara að taka til í tölvunni minni. Inní henni er mýgrútur skjala af öllu tagi og því miður lítið system á galskapinu. Megninu af því sem skrifað er í þessi skjöl er ég löngu búinn að gleyma, og líka […]

Fimmtudagur 05.04 2012 - 18:51

Kunna þessir menn ekki að skammast sín?

Þessi frétt er að vísu ársgömul, en jafn góð fyrir því. Útgerðarmaður fór í fríhöfnina að kaupa sér tannbursta en fór af rælni að skoða brennivínshillurnar og endaði á að kaupa sér brjóstbirtu fyrir 900 þúsund. Á sama tíma voga útgerðarmenn sér að líkja sér við ofsótta Gyðinga í Þriðja ríki Hitlers. Og það trekk […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!