Sunnudagur 15.04.2012 - 09:22 - FB ummæli ()

Lofar góðu

Það er ástæða til að benda á það sem vel er gert.

Starfshópurinn sem rannsaka Guðmundar- og Geirfinnsmálin virðist ætla að vinna sína vinnu af samviskusemi og alvöru.

Sjá þessa frétt Helgu Arnardóttur á Stöð 2.

Mér líst vel á Arndísi Soffíu Sigurðardóttur og þó ég viti náttúrlega ekki enn, frekar en aðrir, hvað muni koma út úr málinu, þá lofar þetta altént góðu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði þennan starfshóp og hefur lofað því að reynist hann ekki hafa nægar rannsóknarheimildir, þá verði bætt úr því.

Í áratugi hafði enginn dómsmálaráðherra gert neitt afgerandi í að byrja það nauðsynlega hreinsunarstarf að þvo smánarblett Guðmundar- og Geirfinnsmála af íslensku samfélagi.

Ég er svo sem ekki hæstánægður með alveg allt sem Ögmundur tekur sér fyrir hendur í pólitík, en  hann mun alltaf eiga sæti á himnum fyrir að hafa tekið af skarið í þessu máli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!