Sunnudagur 15.04.2012 - 20:37 - FB ummæli ()

Nei, við erum ekki að fría okkur ábyrgð …

Á netinu er nú aftur komið í umferð myndband sem tekið var saman misseri eftir hrun eða svo, og sýnir hvernig íslenskir ráðmenn bæði í bissniss og stjórnmálum bregðast við þegar þeir eru spurðir um ábyrgð sína.

Þetta er holl upprifjun.

Svör Árna Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins eru sérstaklega athyglisverð.

Þegar hann er spurður um ábyrgð sína, þá svarar hann orðrétt:

„Nei, við erum ekki að [fría okkur ábyrgð]. Við erum að bregðast við vandamáli sem að koma upp, við erum ekki að fría okkur neinni ábyrgð, við erum af ábyrgð að bregðast við því, en ef að einhverjir aðrir meta stöðuna öðruvísi heldur en að við metum hana, þá er það ekki vegna þess hvernig að við metum hana, eða hvernig að við orðum það, þá er það vegna þess að þeir meta stöðuna öðruvísi, og þá er það grunnstaðan, og staðan sem að bankarnir voru í sem að þeir eru að meta.”

Ég veit ekki hvað þetta þýðir.

Þetta er hins vegar sorglega „lýsandi“ fyrir þá ábyrgð sem ráðamenn í pólitík og kaupsýslu og bönkunum hafa tekið á sínar herðar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!