Færslur fyrir mars, 2013

Föstudagur 29.03 2013 - 13:02

„Íslenska þjóðin verður fyrst að sjá farborða sínum eigin börnum …“

Þann 11. desember 1938 birtist leiðari í dagblaðinu Vísi sem ég ætla að vitna aðeins í. Að gamni eða hitt þó heldur. Leiðarann í heild er annars að finna hér. Tilefni leiðarans var að nýlega hafði verið stofnað svonefnt Friðarvinafélag. Það vildi leitast við að hjálpa Gyðingum að setjast að á Íslandi. Gyðingar sættu þá […]

Miðvikudagur 27.03 2013 - 22:21

Hin algera niðurlæging

Ég hef svosem ekkert meira að segja um niðurstöðuna í stjórnarskrármálinu en Einar Steingrímsson gerir hér (nema hvað hann gleymir Bjartri framtíð): „Svikin eru fullkomin: VG og Samfylkingin búin að drepa stjórnarskrána, fyrir Sjalla og Framsókn sem horfa glottandi á hina algeru niðurlægingu meirihlutans sem þeir hafa fengið til að gera nákvæmlega það sem þeir […]

Miðvikudagur 27.03 2013 - 07:04

Dómadags hræsni

Stjórnarandstæðingar á Alþingi, og sumir stjórnarsinnar raunar líka, halda því fram að ekki hafi verið hægt að samþykkja nýju stjórnarskrána af því umræður hafi skort um ákvæði hennar, og rannsóknir á áhrifum þeirra. Þetta er raunar rangt – umræður og rannsóknir hafa staðið um þessi ákvæði í meira en tvö ár. En látum það vera. […]

Þriðjudagur 26.03 2013 - 14:13

Blygðun mun hjúpa nöfn þeirra

Vegna fjölda áskorana (ojæja, vegna tveggja áskorana!) gróf ég þessa grein upp af netinu. Hún birtist 18. júlí 1997, fáum dögum eftir Hæstiréttur hafnaði beiðni Sævars Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.   Blygðun mun hjúpa nöfn þeirra Klukkan ellefu fyrir hádegi síðastliðinn þriðjudag öðluðust sjö miðaldra karlmenn í Reykjavík eilíft líf. Ég á vitaskuld […]

Mánudagur 25.03 2013 - 15:05

Ógleymanleg stund í innanríkisráðuneytinu

Það var ógleymanleg stund að vera áðan viðstaddur þegar starfshópur innanríkisráðuneytisins um Guðmundar- og Geirfinnsmál kynnti þá skýru niðurstöðu sína að játningar sakborninganna sex – en á þeim einum var dómsniðurstaðan í málunum byggð – væru að engu hafandi. Gísli Guðjónsson prófessor kvað svo sterkt að orði að þótt hann hefði unnið að 1.000 málum […]

Föstudagur 22.03 2013 - 13:29

Stoppið þessa niðurlægingu Alþingis

Sumir hamast ógurlega gegn þeirri hugmynd að málþóf verði stöðvað um stjórnarskrármálið og málið tekið til atkvæða. Það sé svívirða við málfrelsi þingmanna og ávísun á valdníðslu og óvönduð vinnubrögð. Je ræt. Nú fyrir hádegi stóð Árni Johnsen í ræðustól Alþingis og talaði í umræðum um stjórnarskrána. Nema hvað hann talaði um Reykjavíkurflugvöll. Það er […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 20:43

Ömurlegt ljós

Kastljós Helga Seljans varpaði ömurlegu ljósi á undirlægjuháttinn sem við Íslendingar höfum sýnt álfyrirtækjunum. Satt að segja skammaðist ég mín niður í tær við að horfa á þessi ósköp. Og það bætist ljótur kafli á syndaregistur ríkisstjórnarinnar að hafa ekkert gert í þessu máli – ekki einu sinni þótt sjálfur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi bent á að […]

Miðvikudagur 20.03 2013 - 10:08

Þegar Árni Páll talaði sig rjóðan í framan

Sú var tíð að ákvæði í stjórnarskrá um málskotsrétt forseta Íslands var talið dautt og ómerkt. Jafnt stjórnmálaskörungar sem lögspekingar gátu talað sig blóðrauða í framan yfir þeirri ægilegu vá sem að myndi steðja ef forseti reyndi að beita þeim rétti. Í þingsköpum er hins vegar að finna ákvæði um að slíta megi umræðum samkvæmt […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 14:31

Biskup og prófessor fagna kjöri Bergoglios

Pétur Pétursson prófessor í guðfræði er afar ánægður með nýja páfann sem kardínálar kaþólsku kirkjunnar völdu í gær. Pétur varð þess mikla heiðurs aðnjótandi að snæða morgunverð með Jorge Bergoglio fyrir hálfum mánuði eða svo, þeim sem nú hefur tekið sér nafnið Frans fyrsti. Og Pétur er ekki í vafa um mikla mannkosti Bergoglios og […]

Föstudagur 08.03 2013 - 12:14

Hættu að reyna, Árni Páll

Nú ætlar Árni Páll að „reyna að ná fram auðlindaákvæðinu“ fyrir kosningar. Duglegur strákur, ikke? En ég þori að veðja hverju sem er að ef hann „reynir það“ þá muni það mistakst hrapallega og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð fara flissandi heim af þingi. Nei, í stað þess að „reyna það“, þá legg ég eindregið […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!