Færslur fyrir mars, 2012

Laugardagur 31.03 2012 - 13:20

Volvó utan úr geimnum og Addis Ababa

Sonur minn ungur er floginn út í heim, farinn til Eþíópíu með ömmu sinni og fleiri góðum Íslendingum. Í fyrramálið verður hann lentur í Addis Ababa og næsta hálfan mánuðinn mun hann svo ásamt ferðafélögum sínum flakka um landið þvert og endilangt. Það undarlega er að ég get skoðað úr lofti alla þá staði sem […]

Föstudagur 30.03 2012 - 16:37

Birgitta

Fram til 2009 er ég ekki viss um að margir hefðu látið sér detta í hug að Birgitta Jónsdóttir ætti mikið erindi á Alþingi. Fyrirfram hefði ég að minnsta kosti ekkert endilega búist við því. En burtséð frá því hvort ég er alltaf hundrað prósent sammála öllu sem Birgitta talar fyrir í hinni daglegu pólitík […]

Föstudagur 30.03 2012 - 10:57

Sorglegt og hlægilegt

Menn geta haft ýmsar skoðanir á því hvernig á að breyta stjórnarskránni. Sumir mega ekki til þess hugsa að „fólk útí bæ“ eins og stjórnlagaráð véli þar um, með mikilli aðkomu almennings eins og raun var á síðastliðið sumar. Bjarni Benediktsson hneykslaðist til dæmis mikið á því um daginn: „Engin þjóð hefur látið sér detta […]

Fimmtudagur 29.03 2012 - 10:25

Sleifarlagið

Viðtal Helga Seljan í Kastljósi í gær við Sævar Gunnarsson formann Sjómannasambandsins lýsir algjörlega óviðunandi ástandi í fisksölumálum landsins. Ég hvet fólk til að horfa á þetta hér. Þetta er eiginlega næsta hrollvekjandi viðtal. Eftirlitsleysið, sleifarlagið – jahérna! Í mörg ár hefur verið fjasað um að pottur sé brotinn og nú virðist vera að koma […]

Fimmtudagur 29.03 2012 - 07:34

Sandkassatrix

„Klækjastjórnmál“ er frekar kurteislegt orð yfir það sem Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins stundaði ásamt sínu fólki í fyrrinótt. Þegar farið var fram á atkvæðagreiðslu eftir að umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið lauk. Sem aldrei er gert. En svo stukku liðsmenn Ragnheiðar Elínar burt svo atkvæðagreiðslan gat ekki farið fram. Svakalega sniðugt. Je, sáuði hvernig hún sneri […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 23:53

Það allra allra lágkúrulegasta

Ég er ekki í stakk búinn til þess ennþá að lýsa fastmótaðri skoðun á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Ég er hreinlega ekki búinn að kynna mér það nógu vel. En sum viðbrögð við því eru svo heiftúðug að mann setur hljóðan. Af einhverjum ástæðum virðast þau allra ýktustu (að minnsta kosti þau sem ég hef séð) koma […]

Þriðjudagur 27.03 2012 - 10:41

Hysterískar blákaldar lygar

Ég hvet sem flesta til að lesa þessa grein hér eftir Magnús Halldórsson viðskiptafréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis.is. Magnús er ekki beinlínis þjóðhættulegur kommúnisti, svo það sé nú á hreinu! En útreikningar hans sýna mjög ljóslega að hið nýja kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er ekki mjög íþyngjandi fyrir sægreifana. En þeir virðast sjá eftir hverri krónu sem […]

Sunnudagur 25.03 2012 - 12:58

Af hverju stafar andstaðan?

Mér sýnist að þeir stjórnmálamenn sem eru sérstaklega andvígir því að þjóðin fái að kjósa um nýja stjórnarskrá týni fyrst og fremst til einhver smáatriði máli sínu til stuðnings. Svona nánast smekksatriði. Að heppilegra væri kannski að orða hitt eða þetta svona en ekki hinsegin. Og svo nefna menn framgangsmátann við samningu frumvarpsins. Leiðin er […]

Föstudagur 23.03 2012 - 07:47

Réttlæti Einars Benediktssonar

Olíufélögin höfðu ólöglegt samráð, það er ljóst. Forsvarsmenn þeirra – þar á meðal Einar Benediktsson forstjóri Olís – frömdu þar af leiðandi glæp. Ekki veit ég hvernig hægt er að orða það öðruvísi. Á grundvelli meints klúðurs við rannsóknina telur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hins vegar að fella verði úr gildi niðurstöðu Samkeppnisstofnunar um háar […]

Fimmtudagur 22.03 2012 - 13:14

Þau systkin Enginn og Aldrei

Ég vona að þessum dómi hér verði áfrýjað og niðurstöðunni snúið við. Ef ekki, þá er það endanlega sönnun þess að á Íslandi bera þau systkinin Enginn og Aldrei alla ábyrgð. Þau systkin eru búsett á bænum Klúðri í Hrunamannahreppi.  

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!