Færslur fyrir febrúar, 2014

Miðvikudagur 26.02 2014 - 15:00

Ruddalegt klúður og blygðunarlaus sérhagsmunagæsla

Það er ekki eitt, það er allt. Bara á tveim fyrstu síðum Fréttablaðsins í morgun: Fyrst frétt um að landbúnaðarráðherra hefði skipað í tollahóp um landbúnaðarmál. Ráðherrann óskaði eftir fulltrúum frá tveimur ráðuneytum, auk fulltrúa frá ASÍ og BRSB, frá Mjólkursamsölunni og Bændasamtökum Íslands. Enginn fulltrúi frá neytendum eða neinum hagsmunasamtökum þeirra. Og svo óskaði […]

Mánudagur 24.02 2014 - 20:01

Sjálfstæðismenn vorra tíma

Gunnar Bragi Sveinsson hundskammaði Einar K. Guðfinnsson forseta þingsins á Alþingi í dag. Sjálfstæðismenn fyrri tíma hefðu ekki tekið því þegjandi ef utanríkisráðherra Framsóknarflokksins, ráðherra í stjórn með þeim, hefði skammað flokksbróður þeirra, forseta Alþingis, eins og hund úr ræðustól þingsins. Sjálfstæðismenn okkar tíma láta sér það greinilega lynda. Enda ræður Framsóknarflokkurinn.

Sunnudagur 23.02 2014 - 14:29

Leiðrétting

Ég sé að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar éta nú hver upp eftir öðrum að þar sem hin vonda ríkisstjórn lýðræðishatarans Jóhönnu Sigurðardóttur hafi ekki lagt aðildarumsókn að ESB undir þjóðaratkvæði, þá sé ekki nema mátulegt að hin góða og göfuga lýðræðisstjórn hins rökvísa Sigmundar Davíðs kippi umsókninni til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu – hvað sem líður kosningaloforðum. Þetta […]

Sunnudagur 23.02 2014 - 14:07

Samanlagður Sjálfstæðisflokkurinn …

… hefur nú minni áhrif í íslenskum utanríkismálum og stórpólitík en manneskja sem heldur að hungursneyð ríki í Evrópu og Malta sé ekki sjálfstætt ríki. Það er fallega komið fyrir ykkur, góðu vinir mínir í Sjálfstæðisflokknum.

Laugardagur 22.02 2014 - 00:08

Svona er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum

Ég er svo gamall að ég man þá tíð þegar formenn Sjálfstæðisflokksins áttu að vera ábyggilegir menn sem hægt var að treysta. Ég man eftir því þegar Bjarni Benediktsson eldri dó árið 1970. Ég fann að það var heilmikið áfall fyrir fólk. Og ég heyrði í kringum mig að þótt Bjarni hefði verið umdeildur um […]

Fimmtudagur 20.02 2014 - 15:30

Úkraína

Blóðbaðið í Úkraínu er skelfilegt, eiginlega þyngra en tárum tekur. Ég hef þegar gagnrýnt „skýringar“ utanríkisráðherra Íslands á því sem þarna er að gerast. Aðrir hafa aftur á móti leitað þeirra í aldagömlum þjóðernis- og tungumálalínum. Ég leyfi mér að vara eindregið við þeim skýringum líka. Vissulega er ákveðin togstreita milli svæða í Úkraínu. En […]

Fimmtudagur 20.02 2014 - 09:50

Glórulaus heimska?

Íslendingar snobba voðalega fyrir gáfum. Ég sjálfsagt líka. Ein afleiðing þess er sú að „heimskur“ er einhver voðalegasti dónaskapur sem hægt er að láta út úr sér um annan mann á Íslandi. Mér finnst það eiginlega sjálfum. Ég hef gegnum tíðina óhikað gagnrýnt allskonar ráðamenn fyrir allt mögulegt. Svo ég nefni dæmi frá allra síðustu […]

Sunnudagur 16.02 2014 - 13:48

Vá!

Ég verð að votta Gísla Marteini Baldurssyni ósvikna aðdáun fyrir frammistöðu sína í viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Ekki aðeins fyrir það hvernig hann reyndi að halda manninum við efnið. Og náði reyndar að fá frá ráðherranum ýmsar ansi merkilegar fullyrðingar – ég vona að einhver skrifi viðtalið upp svo hægt verði að rannsaka það […]

Miðvikudagur 12.02 2014 - 17:41

Hvernig vogar hann sér?

Mig setti eiginlega hljóðan þegar ég las frásögn Eyjunnar af ræðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Viðskiptaþingi. Sjá hérna. Í fyrsta lagi hinn dæmalausi hroki. Allir sem ekki eru sammála honum eru annaðhvort vitlausir eða hafa eitthvað illt í hyggju, nema hvorttveggja sé. Í öðru lagi – hvernig vogar Sigmundur Davíð sér að gefa það í […]

Þriðjudagur 11.02 2014 - 12:52

Bjarni Benediktsson kemur upp um sig

Þegar Bjarni Benediktsson stóð í pontu á Alþingi á síðasta kjörtímabili og galaði til Jóhönnu Sigurðardóttur að „skila lyklunum“, þá trúði ég því og treysti að um klaufaskap hefði verið að ræða. Bjarni hefur stundum verið svolítið seinheppinn í orðavali, og ekki kannski síst þegar honum finnst mikið liggja við að vera töff eða sniðugur. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!