Færslur fyrir desember, 2013

Þriðjudagur 31.12 2013 - 09:56

Svo skal böl bæta

Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafa hafið stórsókn nú um áramótin. Óvænt snýst sóknin ekki um framtíðarmarkmið, heldur er spólað aftur til fortíðar og hamast sem aldrei fyrr á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Henni er nú fundið allt til foráttu. Kannski er ástæðan fyrst og fremst hið gamalkunna: Svo skal bölið bæta að benda á annað meira. Eða það […]

Miðvikudagur 25.12 2013 - 14:47

Hafa Bjarni og Sigmundur Davíð „gert Jesú Krist að leiðtoga lífsins“?

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, gaf stórmerkilega og óvænta rammpólitíska yfirlýsingu í jólaprédikun sinni í Dómkirkjunni. Sjá hér. Prédikunin í heild taldist ekki til tíðinda, þar var margt snoturlega sagt út frá sjónarhóli biskups. En svo kom þetta hér: „Á þessum jólum skulum við því minnast þakklætisins. Þakklætis fyrir að fá að lifa í landi […]

Þriðjudagur 17.12 2013 - 14:30

Páll hættur

Við Páll Magnússon byrjuðum sama daginn í blaðamennsku á Vísi sáluga, það var 2. apríl 1979. Æ síðan hefur mér verið hlýtt til Páls. Mér hefur reyndar aldrei dottið í hug að hugleiða hvort það hafi verið gagnkvæmt en hlýt að reikna með að svo sé! En við fórum altént saman yfir á Tímann þegar […]

Laugardagur 14.12 2013 - 10:40

Hin stéttskiptu stafrófskver

Ekki var stéttaskipting á Íslandi áður fyrr, með sama hætti og annars staðar, sagði forsætisráðherra í frægu ávarpi sínu þann 17. júní. Þetta var náttúrlega bara firra. Stéttaskiptingin var nákvæmlega eins hér og annars staðar, og engu síðri. Meira að segja í höfuðriti söguskoðunar Framsóknarflokksins, Íslandssögu eftir Jónas Jónsson frá Hriflu, þar er síður en […]

Þriðjudagur 10.12 2013 - 16:51

Bjarni Benediktsson og „venjulegir Íslendingar“

VG hafa lagt fram breytingatillögur við fjárlagafrumvarpið. Ég hef ekki skoðað þær nákvæmlega en í fljótu bragði fela þær fyrst og fremst í sér að hætta við að lækka gjöld og skatta á sægreifa og auðkýfinga. Það hljómar vel í mínum eyrum. En ekki í eyrum Bjarna Benediktssonar. Eins og sjá má hér, sér hann […]

Mánudagur 09.12 2013 - 18:17

Vandinn er ekki Vigdís Hauksdóttir

Ég hef skömm á Vigdísi Hauksdóttur og öllu hennar rugli. Vandinn er samt ekki hún. Vandinn er sú ríkisstjórn auðkýfinganna sem komin er til valda og ætlar sér grímulaus að gleypa í sig hverja krónu sem þeir misstu af meðan aðrir fóru stundarkorn með stjórnina til að hreinsa upp skítinn eftir þá sjálfa. Vandinn er […]

Sunnudagur 08.12 2013 - 21:38

Ég neita að trúa því að við eigum þetta skilið

Ríkisstjórninni stóð auðveld leið til boða ef hún vill auka peninga til heilbrigðismála – eins og vissulega er þörf á. Mjög einföld og góð leið, sem hefði ekki kostað nokkurn mann nokkrar raunverulegar þjáningar. Hún gat hætt við að lækka gjöldin á sægreifana. Þeir hefðu varla tekið eftir því, svo mjög moka þeir inn peningum […]

Fimmtudagur 05.12 2013 - 10:46

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki umboð

Kynning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar tókst að ýmsu vel þótt mér sýnist nú aðgerðirnar sjálfar sæta vaxandi gagnrýni. Látum það liggja milli hluta: Það var altént ekki öðru að búast en Framsóknarflokkurinn myndi njóta þess í nýrri skoðanakönnun hve vel þessi kynning þótti lánast, sjá hér. Merkilegra er samt að sjá Sjálfstæðisflokkinn í 23 prósentum. Flokkurinn hefur […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!