Fimmtudagur 05.12.2013 - 10:46 - FB ummæli ()

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki umboð

Kynning á aðgerðum ríkisstjórnarinnar tókst að ýmsu vel þótt mér sýnist nú aðgerðirnar sjálfar sæta vaxandi gagnrýni.

Látum það liggja milli hluta: Það var altént ekki öðru að búast en Framsóknarflokkurinn myndi njóta þess í nýrri skoðanakönnun hve vel þessi kynning þótti lánast, sjá hér.

Merkilegra er samt að sjá Sjálfstæðisflokkinn í 23 prósentum.

Flokkurinn hefur siglt furðu lygnan sjó í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann byrjaði á því að gefa sægreifum fullt af pening, en hefur síðan tekist að halda sig mikið til hlés.

En 23 prósent í skoðanakönnun við þessar hagstæðu aðstæður hljóta því að vera mikið áfall í Valhöll.

Og þessi niðurstaða sýnir altént eitt, sem ekki fer milli mála.

Að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ekkert umboð til að gangast fyrir meiriháttar breytingum á íslensku samfélagi.

Hvorki hvað varðar Ríkisútvarpið né nokkuð annað.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!