Færslur fyrir maí, 2011

Mánudagur 30.05 2011 - 19:57

Hver selur mest af dópi?

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra er nú að svara spurningum Sigmars Guðmundssonar í Kastljósi um þá lækna sem selja (ókei, ávísa) mest af rítalíni og öðru slíku læknadópi. Það er mjög gott og blessað að upplýsa það, og hafi Jóhannes Kristjánsson þökk fyrir að vekja athygli á þessu ömurlega vandamáli. Aftur á móti þarf Guðbjartur ekki að […]

Sunnudagur 29.05 2011 - 14:26

Hvað á að gera við kirkjuna?

Á morgun förum við í A-nefnd stjórnlagaráðs að ræða það ákvæði í núgildandi stjórnarskrá, þar sem kveðið er á um þjóðkirkju. Þá blasa strax við tvær spurningar. Á eða má íslenska ríkið styrkja og styðja eitt trúfélag umfram önnur – sem virðist óneitanlega vera hægðarleikur að túlka sem það sé andstætt ákvæði stjórnarskrár um algjört […]

Laugardagur 28.05 2011 - 16:44

Er Davíð Oddsson Færeyjar?

Með vafranum Chrome fylgir sjálfvirkt þýðingarforrit sem ég veit ekki hvað heitir, en það getur þýtt á sekúndubroti allar íslenskar vefsíður yfir á ensku. Yfirleitt er þýðingin bara furðu góð, miðað við hversu skamman tíma þetta tekur, og að minnsta kosti miðað við ýmis eldri þýðingarforrit sem finna mátti á netinu. Blæbrigðin fara fyrir lítið, […]

Laugardagur 28.05 2011 - 09:51

Mikil og stór arnarfjöður

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fær stóra og mikla arnarfjöður í hattinn fyrir að hafa brugðist snöggt og afdráttarlaust við beiðni um að hann bæðist, fyrir hönd íslenskra stjórnvalda, afsökunar á því að hvernig íslenskt stjórnvöld komu fram við Falun Gong fólk árið 2002, þegar Kínaforseti kom í heimsókn. Sjá hér. Ég held ég hafi sjaldan skammast […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 18:07

Hvað finnst ykkur?

Ég sit í A-nefnd stjórnlagaráðs og við höfum verið að endurskoða mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Þar er vitaskuld fjallað um mörg þau grunngildi sem við höfum og viljum reisa samfélag okkar á, og þetta er því gríðarlega ábyrgðarþrungið starf. Mannréttindakaflinn í núverandi stjórnarskrá er tiltölulega nýr og mun betri smíð en margt annað í stjórnarskránni, en hugmyndafræðin […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 18:30

Einhver séð þá þessa?

Sonur minn ungur er fótboltamaður með Val. Og hann er nýbúinn að eignast appelsínugula takkaskó sem áttu að bera hann um völlu á fótboltamótum sumarsins. Skórnir eru númer 42 og 2/3 – drengurinn er nefnilega alltaf að stækka. Því miður virðast skórnir hafa horfið úr Valsheimilinu annaðhvort á sunnudag eða mánudag. Einhver hlýtur að hafa […]

Mánudagur 23.05 2011 - 18:01

Allra versta fyrirsögnin?

Ég fór út í búð áðan að kaupa eitthvert lítilræði í matinn. Þar blasti við mér forsíða Morgunblaðsins. Á forsíðunni var vitanlega mynd frá öskufallssvæðunum fyrir austan, ansi flott mynd. En stríðsfyrirsögnin yfir þvera forsíðuna var svona: „GRÍMSVÖTNIN GRETTA SIG“ Grímsvötnin gretta sig?!! Ég held svei mér þá að þetta sé einhver allra kjánalegasta fyrirsögn […]

Sunnudagur 22.05 2011 - 10:19

Hvar eru góðu eldgosin?!

Ómar Ragnarsson sagðist í útvarpinu í morgun hafa fylgst með 23 eldgosum. Það eru líklega nokkurn veginn öll þau eldgos sem orðið hafa á minni ævi. Einhvern veginn var maður alveg gjörsamlega hættur að taka eldgos hátíðlega. Jú, ég man hvað eldgosið í Heimaey var grafalvarlegt mál, en hefur orðið eitthvert tjón að ráði í […]

Föstudagur 20.05 2011 - 07:49

Við hefðum átt að rífast meira

Jahá. Hvað getur maður sagt annað? Sjá þetta hér. Við hefðum átt að rífast meira um þetta. Við hefðum átt að eyða í þetta meiri tíma, og orku. Við hefðum átt að rífa samfélagið ennþá grimmilegar á hol, einmitt þegar hefði verið svo mikil þörf á að standa saman.

Miðvikudagur 18.05 2011 - 07:49

Lénsherrann loksins stöðvaður?

Allir menn teljast saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Líka Dominique Strauss-Kahn. Því hvarflar ekki að mér að slá neinu föstu um sekt þess manns. En setjum nú svo að hann væri sekur. Þá er fall hans óneitanlega merkilegur atburður. Ekki út af franskri pólitík. Þið fyrirgefið en mér er hundsama um franska pólitík. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!