Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 17.05 2011 - 12:12

Virðing Alþingis?!

Ég leyfi mér að benda fólki á að lesa þennan pistil Agnars Kristjáns. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur áhyggjur af því að orðljótir þingmenn rýri álit Alþingis. Bersýnilega á hún við Þráin Bertelsson. Því þingmenn hafa hingað til fengið að vaða uppi með allskonar sóðakjaft án þess að þingforseti hafi séð ástæðu til að gefa um […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 10:59

Við unnum Evróvísíon – af því við erum Aserar!

Eins og kunnugt er, þá vann Aserbædjan Evróvísíon keppnina að þessu sinni, sem er sjálfsagt bara ágætt, því enga þjóð langar líklega meira til að vinna þessa keppni – ef við Íslendingar erum undanskildir. Skemmtilegra hefði vissulega verið ef Aserar hefðu teflt fram einhverju úr sínum eigin auðuga tónlistararfi, en ekki þessu steingelda sænska poppi, […]

Föstudagur 13.05 2011 - 11:53

Inná með stjórnmálatengslin – út af með kynþáttinn!!

Við í A-nefndinni í stjórnlagaráðinu sendum í gær frá okkur uppkast að fyrstu greinunum í nýjum mannréttindakafla stjórnarskrárinnar. Við erum ekki að finna upp hjólið – sumt er tekið nokkuð beint upp úr gömlu stjórnarskránni, en annað styðst flest við ákvæði í öðrum stjórnarskrám og/eða alþjóðasáttmálum. Hérna má á vef stjórnlagaráðs finna þessar greinar, og […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 11:47

Leyndarhyggja frá 2007 í Hörpu?

Þórunn Sigurðardóttir stýrir tónlistarhúsinu Hörpu. Hún vildi ekki gefa fjölmiðlunum upplýsingar um hverjir væru á listanum yfir boðsgesti við opnun hússins á laugardagskvöld. Sjá hér. Spurningarnar snerust náttúrlega fyrst og fremst um það hvort Björgólfur Guðmundsson yrði á meðal boðsgestanna. Nú er komið í ljós að svo verður. Fjölmiðlar komust að því með öðrum hætti […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 15:28

Ekki á brauði einu saman

Fólk er að henda gaman að þeirri frétt að borgaryfirvöld hafa nú mælst til þess að fólk hætti að gefa öndunum á Tjörninni brauð. Sjá hér. Nema sumum er ekki hlátur í hug, heldur telja þetta enn eitt dæmið um sívaxandi forsjárhyggju og stjórnsemi hvurskonar yfirvalda í samfélaginu. Það skal tekið fram að ég er […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 09:00

Af hverju?

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál er loksins komið fram. Það nær auðvitað ekki nógu langt til að gleðja þá sem vildu fara lengst í breytingum, og heldur ekki nógu stutt til að gleðja hina sem engu vildu breyta. Og nú verður rifist um það fram og til baka á næstunni hvað það þýðir. Sem mér finnst […]

Sunnudagur 08.05 2011 - 18:41

Ekki fasistapakk

Ég mundi auðvitað ekki kalla þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur „fasistapakk“. En ég verð hins vegar að segja að ég skil samt vel þá gremju sem gripið hefur Þráin Bertelsson þegar þær stöllur tóku að andæfa af miklum krafti vali á Andra Snæ Magnasyni í nefnd til að vinna úr hugmyndum um […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 11:29

Að þefa uppi kellíngu á Hellu

Hún var skemmtileg fréttin, sem Kristján Már Unnarsson flutti í gærkvöldi á Stöð 2 um rannsóknir á ferðum hvítabjarna. Þar kom fram að hvítabirnir geta synt sem svarar vegalengdinni milli Íslands og Grænlands næstum þrisvar sinnum án þess að nærast. Það er því fáránlegt að halda því fram að hvítabirnir sem hér komi á land […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 14:58

Sjón jafn góður og Laxness?

Breska blaðið Times Literary Supplement kemur út vikulega og birtir vandaða og ítarlega ritdóma um nýjar bækur um hvaðeina milli himins og jarðar. Bókmenntagagnrýnendur TLS eru ekkert óskeikulir, en þeir leggja mikinn metnað í skrif sín, og það er því í sjálfu sér svolítill gæðastimpill fyrir rithöfunda að fá birta dóma um bækur sínar í […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 04:23

Mín sök á hruninu

Frjálshyggjan olli hruninu á Íslandi. Um það er engum blöðum að fletta. Frjálshyggjan sannfærði heila kynslóð af stjórnmálamönnum um að rétt væri og æskilegt að gefa athafnamönnum sem allra frjálsastar hendur. Og að sem allra allra minnstar skorður ætti að setja á hugmyndaflug þeirra, og hvöt þeirra til að græða. Leggja ætti á hilluna gamlar […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!