Færslur fyrir apríl, 2013

Mánudagur 29.04 2013 - 12:38

Nú ber nýrra við!

Í mínu ungdæmi og löngum síðar var ímynd framsóknarþingmanns þannig að um væri að ræða vel rúmlega miðaldra og gjarnan þéttvaxinn karlmann. Alltaf karlmann. Framsóknarflokkurinn var langt á eftir öðrum flokkum í því að hleypa konum upp á dekk. Og svo rosknir virtust framsóknarþingmenn ævinlega vera til orðs og æðis, að hugtakið „ungur framsóknarmaður“ var […]

Sunnudagur 28.04 2013 - 13:44

Aðhald

Ég veit ekki hvort nokkur hefur sérstaka þörf fyrir að lesa útlistun mína á því af hverju kosningarnar fóru eins og kosningarnar fóru. Ég hef eiginlega ekki þörf fyrir það sjálfur. Vil helst hugsa um annað. En hitt veit ég að nýrri ríkisstjórn þarf að veita mikið aðhald. Sérstaklega svo hún virki ekki of mikið […]

Föstudagur 26.04 2013 - 21:05

„Það er náttúrlega með ólíkindum að menn séu að vísa hér til fyrri stjórnartíða Sjálfstæðisflokksins…“

Þessu hér er rétt að halda til haga. Bjarni Benediktsson er búinn að tala af fullkomnu ástríðuleysi í umræðunum í kvöld, rétt eins og hann sé bara að þylja upp textann sem starfsfólkið í Valhöll kenndi honum. Svo hitnar honum allt í einu í hamsi: „Það er náttúrlega með ólíkindum að menn séu að vísa […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 12:37

Herfræði Sjálfstæðisflokksins

Stjórnmálaskýring, alveg ókeypis: Strategía Sjálfstæðisflokksins alveg þangað til seint í janúar var þessi: Eftir mikinn kosningasigur (allt að 40-41 prósent) átti að mynda ríkisstjórn með þeim smáflokki sem minnstar kröfur gerði, helst Framsóknarflokki eða VG. Sjálfstæðisflokkurinn átti að fá fimm ráðherraembætti og öll þau veigamestu. Síðan átti að skipa málum eins og honum þóknaðist, meðan […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 12:51

Stærsta spurningin

  Eftir að undrskriftasöfnunin „Klárum dæmið“ fór af stað, og vísað er til hér að ofan – og er að finna hérna (skrifið endilega undir!) – þá hef ég verið spurður af hverju ég sé að vesinast í þessu. ESB-umsóknin sé ekki beinlínis á dagskrá í kosningabaráttunni. Af hverju ég eyði ekki frekar orkunni í […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 07:08

Greiðum atkvæði um raunveruleikann, ekki fullyrðingaglamur

Ég hvet fólk enn eindregið til þess að skrifa nafnið sitt undir hvatninguna „Klárum dæmið“ sem hérna er að finna. Textinn er svohljóðandi: „Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum […]

Mánudagur 22.04 2013 - 11:21

Klárum dæmið

Ég var að hleypa af stað undirskriftasöfnun á netinu. Þetta er yfirlýsing þeirra sem vilja að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar, og þjóðin fái svo að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. En misvitrir stjórnmálamenn, með allskonar hagsmunatengsl, fái ekki að ráða þessu mikilvæga máli sjálfir. Athugið að með því að skrifa undir eru menn EKKI […]

Sunnudagur 21.04 2013 - 14:28

Bjarni er orðinn voða töff

Bjarni Benediktsson hefur nú á fáeinum dægrum tekið mjög afdráttarlausa og harða afstöðu gegn því að lokið verði við aðildarviðræður að ESB og samningur lagður í þjóðaratkvæði. Þó hefur meirihluti þjóðarinnar lýst vilja til þess í skoðanakönnunum. Nú tekur hann ekki einu sinni lengur í mál að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðunum skuli haldið áfram. […]

Laugardagur 20.04 2013 - 10:57

Feisið það

Egill greinir hérna frá undrun erlendra fjölmiðlamanna sem farnir eru að fylgjast með kosningabaráttunni. Þeir eru alveg þrumu lostnir yfir óvinsældum ríkisstjórnarinnar. „Því þeir koma að kosningunum með þá hugmynd að stjórnin hafi staðið sig vel – með lítið atvinnuleysi, lítinn ríkissjóðshalla og nokkurn efnahagsbata,“ skrifar Egill. Og þetta er alveg rétt hjá hinum erlendu […]

Föstudagur 19.04 2013 - 10:19

„Verulega skert lífskjör“ hátekjufólks

Hinn nýi og einlægi Bjarni Benediktsson. Já, vissulega er hann einlægur – en þó aðeins þegar kemur að honum sjálfum og hans líkum. Hérna getið þið séð hann. Þar sem hann harmar – af mikilli einlægni – „verulega skert lífskjör“ hátekjufólksins á Íslandi. Drottinn minn dýri!

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!