Mánudagur 22.04.2013 - 11:21 - FB ummæli ()

Klárum dæmið

Ég var að hleypa af stað undirskriftasöfnun á netinu.

Þetta er yfirlýsing þeirra sem vilja að aðildarviðræður við ESB verði kláraðar, og þjóðin fái svo að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.

En misvitrir stjórnmálamenn, með allskonar hagsmunatengsl, fái ekki að ráða þessu mikilvæga máli sjálfir.

Athugið að með því að skrifa undir eru menn EKKI að lýsa því yfir að þeir vilji ganga í ESB.

Heldur bara að þjóðin sjálf eigi að fá að ráða þessu.

Mér þætti vænt um allir þeir sem eru sama sinnis skrifi undir.

Hérna er linkur á undirskriftasöfnunina. Endilega dreifið honum sem víðast á Facebook og hvar sem er.

Ég ítreka: Þetta snýst um að þjóðin fái að ráða.

Textinn sem fylgir undirskriftunum er svohljóðandi:

„Ein mikilvægasta spurningin sem Íslendingar standa frammi fyrir er hvort aðild að ESB yrði okkur til góðs eða ekki. Verði sú spurning ekki útkljáð af þjóðinni sjálfri má gera ráð fyrir þrotlausum deilum um málið næstu ár og áratugi.

Aðildarviðræðum við ESB mun væntanlega ljúka innan árs. Við undirrituð viljum ljúka samningum við ESB, svo við getum sjálf tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild hentar okkar eða ekki. Við viljum ekki treysta þingmönnum einum fyrir því.

Við erum alls ekki öll sannfærð um að aðild að ESB henti okkur. En við viljum að þjóðin fái að ráða ferðinni. Við viljum klára dæmið.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!