Færslur fyrir mars, 2011

Fimmtudagur 31.03 2011 - 21:36

„Smooth operator“

Í sambandi við stóra stóra risastóra ríkisborgaréttarmálið, þá er það rétt hjá Róberti Marshall að við þurfum að ræða málið tiltölulega æsingalaust og kurteislega. Ég vona að ég hafi gert það fyrr í dag, þó ég hafi ekki getað stillt mig um að gera svolítið grín að öllu saman. Og það verður að viðurkennast að […]

Fimmtudagur 31.03 2011 - 10:23

Geimverurnar eru komnar!

Nú ætla ég að gera játningu. Ég er svo vitlaus, að einu sinni þegar verst horfði í hruninu, og ekki bara íslenskt efnahagslíf, heldur efnahagur alls heimsins virtist stefna lóðbeint niður til helvítis, þá hugsaði ég einu sinni: „Æ, ég vildi það kæmu geimverur.“ Ég verð að segja mér til afbötunar að þessi hugsun dvaldi […]

Miðvikudagur 30.03 2011 - 11:55

Hamingjan hjálpi ykkur

Ég hef lagt það í vana minn að fara svolítið varlega þegar nýjar fréttir berast af einhverjum fjármálagjörningum útrásarvíkinganna, sem virðast við fyrstu sýn vera rakin glæpaverk. Það er vissulega stundum freistandi að stökkva á vagninn og hrópa með hinum: Helvítisandskotansdjöfulsinsútrásarvíkingarnirykkarglæpamennogþrjótar! En ég hef reynt að stilla mig um það. Annars vegar er ástæðan einfaldlega […]

Mánudagur 28.03 2011 - 10:29

Hver á að fá fálkaorðuna?

Á Vísi.is birtist sú fregn að fálkaorða sé til sölu á netinu. Það fylgir sögunni að þessi fálkaorða hafi verið veitt fyrir 1977. Það er þá til dæmis væntanlega ekki Sigurður Einarsson sem er að selja fálkaorðuna sína. En það vekur athygli mína hvað orðan er ódýr. Hún er til sölu á 170 þúsund. Helsta […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 13:45

Fyrir seinni tíma

Jóhann Hauksson skrifar á bloggsíðu sína um Björn L. Bergsson sem er formaður þeirrar kærunefndar jafnréttismála, sem felldi þann úrskurð að Jóhanna Sigurðardóttir hefði brotið jafnréttislög um daginn. Sjónarmið Jóhanns eru góð og gild, en ég er búinn að segja mitt um þennan úrskurð sem Jóhanna fékk á sig, og ætla ekki að fjölyrða meira […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 12:25

Easy Living

Áðan var ég að koma gangandi úr Vesturbæjarlauginni þar sem ég hafði silast svolítið fram og til baka um skeið. Þá lá leið mín meðal annars framhjá hinum fornu höfuðstöðvum Baugs Group við Túngötuna. Í meira en tvö ár hefur það hús staðið autt og tómt. Núna sá ég hins vegar að það var búið […]

Laugardagur 26.03 2011 - 19:04

Stjórnlagaráðsjakki óskast!

Eins og vonandi kemur skýrt fram í grein sem ég skrifaði í helgarblað DV í gær, þá ætla ég að taka sæti í því stjórnlagaráði sem nú hefur verið samþykkt að halda eftir að Hæstiréttur ógilti stjórnlagaþingskosninguna. Vissulega hefði ég helst kosið að kosið yrði upp á nýtt, en ég sé samt ekkert rangt við […]

Laugardagur 26.03 2011 - 15:10

Hræódýrar pólitískar keilur

Ég sé að fólk er enn að skemmta sér við að bera saman þann úrskurð að Jóhanna Sigurðardóttir hafi brotið í bága við jafnréttislög með skipan í embætti skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu annars vegar – og svo hins vegar þegar Björn Bjarnason skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara. Auðvitað hlaut góður skopmyndateiknari, eins og Halldór […]

Föstudagur 25.03 2011 - 18:57

Burt með 17. júní!

Áður en endanlega var ákveðið að Alþingi ætlaði að skipa stjórnlagaráð, þá sá maður stundum hugleiðingar um hvað það yrði gaman ef hægt yrði með einhverjum hætti að afhenda þjóðinni nýja stjórnarskrá þann 17. júní. Ég sá þetta bæði hjá stuðningsmönnum hinna 25 en líka hjá þeim sem vildu að alþingismenn drifu bara sjálfir í […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 11:17

Er Jóhanna Sigurðardóttir níðingur í jafnréttismálum?

Það er ekkert gamanmál að brjóta jafnréttislög. Nei, fyrir utan ýmis bein hegningarlagabrot, þá finnst mér satt að segja fá lögbrot vera alvarlegri. Helmingur mannkynsins hefur sætt margvíslegum órétti öldum saman, og það er svo brýnt að ráða á því bót, að ekki ber að taka af neinni léttúð á jafnréttislögunum, eða brotum á þeim. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!