Sunnudagur 27.03.2011 - 12:25 - FB ummæli ()

Easy Living

Áðan var ég að koma gangandi úr Vesturbæjarlauginni þar sem ég hafði silast svolítið fram og til baka um skeið.

Þá lá leið mín meðal annars framhjá hinum fornu höfuðstöðvum Baugs Group við Túngötuna.

Í meira en tvö ár hefur það hús staðið autt og tómt.

Núna sá ég hins vegar að það var búið að setja miða út í glugga til merkis um að þarna væri komin einhver starfsemi.

Ég stóðst ekki mátið að kíkja, og já – þarna virtust vera komin þrjú fyrirtæki í húsið.

Lögmannsstofan Vík, eitthvað sem heitir GreenCloud og mér sýndist vera tölvufyrirtæki, og svo ferðaskrifstofan Easy Living.

En hvergi að sjá minnstu merki um Baug Group.

Sumir myndu hnussa við og segja: „Farið hefur fé betra.“

Einhverjir aðrir kannski fá svolítinn kökk í hálsinn, og andvarpa: „Nú er hún Snorrabúð stekkur.“

En ég held að það sé alla vega óhætt að segja að „allt [sé] í heiminum hverfult, og stund þíns fegursta frama lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld“.

Easy Living, já?

Ojæja!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!