Færslur fyrir október, 2014

Mánudagur 27.10 2014 - 11:37

„Þið getið kannski vælt út nýjan Landspítala …“

Ég er nú ekki vanur að birta á þessum vettvangi langar tilvitnanir úr greinum eða pistlum eftir aðra. En ætla að gera undantekningu í þetta sinn. Lýður Árnason læknir og fyrrum stjórnlagaráðsmaður skrifar grein í Fréttablaðið í morgun um „grátkór Landspítala“ eins og hann segir í fyrirsögn greinarinnr. Og vísar þar til Kastljóssviðtalsins þar sem […]

Laugardagur 25.10 2014 - 19:26

Nei takk Hanna Birna

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra mínus, sagði á kirkjuþingi í dag að traust skorti í samfélaginu. Ástæðan væri sú að „umræðan“ væri svo hörð. Ástæðan er sem sagt ekki óheiðarlegir og vanhæfir stjórnmálamenn sem valda ekki hlutverki sínu, klúðra allri sinni stjórnsýslu og ljúga jafnvel blákalt að bæði Alþingi og þjóðinni. Nei, það er UMRÆÐAN sem […]

Fimmtudagur 23.10 2014 - 14:22

Heilaspuni

Það er klassískt bragð fasistastjórna um allan heim og á öllum tímum að magna upp ótta almennings við meira eða minna ímyndaðan óvin, sem engum sé treystandi til að fást við nema hinum hermannlegu fasistum með stjórnartaumana. En þjóðin verði þá að sameinast um að fylgja sinni fasistastjórn fram í rauðan dauðann. Ríkisstjórn Íslands er […]

Þriðjudagur 21.10 2014 - 20:06

Hverjum skal treysta?

Í dag hringdi til mín maður og sagði mér sögu. Sanna sögu. Hann hafði verið að keyra yfir heiði að vetrarlagi – nýlega. Og keyrði framhjá tveimur stúlkum sem höfðu lent í vandræðum, misst bílinn sinn út af veginum. Þær voru ómeiddar en nokkuð kaldar og hraktar. Lögreglubíll kom aðvífandi. Lögreglumennirnir voru úr almennu löggunni […]

Þriðjudagur 21.10 2014 - 16:50

Þetta er ekki lengur fyndið

Vitiði, nú er þetta hætt að vera fyndið. Reyndar tek ég bara svona til orða – þetta hefur aldrei verið fyndið. Stjórnsýsla þessarar ríkisstjórnar er, sýnist mér, sú versta hjá nokkurri ríkisstjórn á seinni tímum. Örfá nýleg dæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra ákveður að flytja Fiskistofu út á land í algjörum flumbrugangi. Og tuddast áfram […]

Mánudagur 13.10 2014 - 01:40

Af hverju varð stjórn Geirs Haarde að fara frá

Viðtalið við Geir Haarde sem sýnt var á Stöð 2 í dag er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Að sjálfsögðu hlýtur Geir að horfa á hlutina frá sínum eigin sjónarhóli, það er ekki hægt að fara fram á annað. Ég verð samt að segja að ég hristi bara hausinn þegar hann lýsti búsáhaldabyltingunni og þeim […]

Föstudagur 03.10 2014 - 17:18

Hefndarför úr innanríkisráðuneytinu

Tveimur blaðamönnum DV, þeim Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni, má öllum öðrum fremur þakka að lekamálið í innanríkisráðuneytinu komst í þvílíkt hámæli sem orðið er. Ef þeir hefðu ekki sýnt þá þrautseigju sem þeir hafa gert, þá myndum við ekki vita um þau glöp sem framin voru þegar röngum upplýsingum um prívatmálefni var dreift úr […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!