Færslur fyrir desember, 2012

Sunnudagur 30.12 2012 - 14:38

Lítið tjón?

Áður en lengra er haldið: Ég skil lítið í refilstigum hinna flóknari fjármála. Því er ég sosum enginn maður til að meta sekt eða sakleysi í flóknum dómsmálum út af peningum – eins og Vafningsmálinu. Ég verð samt að segja – ansi þótti mér undarleg sú staðhæfing sem sett er fram í dómnum að verknaður […]

Föstudagur 28.12 2012 - 13:08

Vel heppnaðir viðskiptamenn

Frjálsri verslun tókst hér á árum áður ekki alltaf vel upp með val á viðskiptamanni ársins. En í þetta sinn hlýtur maður að fagna vali blaðsins á þeim Jóhanni Páli Valdimarssyni og Agli Erni syni hans, en þeir reka Forlagið – langstærstu bókaútgáfu landsins. Sjá frétt Vísis um útnefningu Frjálsar verslunar hér. Þeir eiga þetta […]

Fimmtudagur 27.12 2012 - 20:56

Vídeóleigan og 300 milljón króna lánið

Þeir sem fóru fyrir „íslenska efnahagsundrinu“ halda því stundum fram að bankahrunið haustið 2008 hafi nú eiginlega alls ekki verið þeim að kenna. Það hafi nefnilega orðið alþjóðleg peningakreppa, eða eitthvað, sem þeir hafi ekki átt neina sök á. Og svo fara þeir að tala um Lehmann Brothers, og fyrr en varir eru þeir hvítþvegnir […]

Þriðjudagur 25.12 2012 - 16:37

Örlög og tilviljanir

Í fyrradag var ég að skauta um netið til að undirbúa útlandabloggið mitt á Pressunni. Þá rakst ég á frásögn um Joachim Peiper, þýskan SS-herforingja sem framdi stríðsglæpi í seinni heimsstyrjöldinni en saup seyðið af því 30 árum eftir stríðslok. Þá var hann búsettur í Frakklandi og fyrrum andspyrnumenn gegn þýska hernámsliðinu kveiktu í húsinu […]

Miðvikudagur 19.12 2012 - 21:45

Gísli á Uppsölum

Það allra óvæntasta í því jólabókaflóði sem brátt sér fyrir endann á er vitaskuld ótrúleg velgengni bókarinnar um Gísla á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Það er óhætt að segja að bókin hafi hitt Íslendinga í hjartastað. Ég skal fúslega viðurkenna að áður en ég las bókina var ég ekki alveg viss um erindi hennar. En […]

Mánudagur 17.12 2012 - 19:13

Allskonar ósköp

Mér er vissulega málið ögn skylt en ég ætla að leyfa mér að vekja athygli á skemmtilegri og töluvert merkilegri bók sem kemur út nú fyrir jólin. Það er Svarta bókin, safn frásagna um allskonar ósköp sem dunið hafa yfir mannkynið – fyrst og fremst af eigin völdum. Það má eiginlega segja að þetta séu […]

Sunnudagur 16.12 2012 - 18:03

Skemmtilegustu tímarnir!

Ég er því miður enginn músíkant og fylgdist núorðið afar tilviljanakennt með nýrri tónlist. En þegar ég var um tvítugt eða þar um bil, fannst ég spennandi að taka þátt í þeirri umbyltingu íslensks tónlistarlífs sem Friðrik Þór Friðriksson lýsti svo eftirminnilega í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Þegar Bubbi Morthens og Utangarðsmenn komu fram á […]

Laugardagur 15.12 2012 - 13:18

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hlutast til um guðfræði útvarpsmessunnar, je!

Sjálfstæðismenn gera sér miklar vonir um að komast til valda í vor, og eru þegar byrjaðir að sýna forsmekkinn að því sem koma skal. Um daginn upplýsti Jón Steinar Gunnlaugsson að réttast væri að reka Egil Helgason frá RÚV. Nú sýnir Sigríður Andersen að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar líka að stjórna útvarpsmessunni, og hlutast til um að […]

Föstudagur 14.12 2012 - 07:37

Eigum við þetta skilið?

Í fjögur ár höfum við beðið eftir því að stjórnmálastéttin á Íslandi dragi lærdóma af hruninu. Leggi af átakapólitíkina og fari að vinna saman að landsins gagni og nauðsynjum. Í því felst auðvitað ekki að allir eigi alltaf að vera sammála, en í því felst að ekki sé eytt tíma eða orku í innihaldslausa hanaslagi. […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 21:59

Elíta

Gunnar Helgi Kristinsson var í viðtali í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann fann stjórnarskrárfrumvarpinu flest til foráttu. Það er nú það. Hann hefur að sjálfsögðu fullan rétt á sinni skoðun. Og sumar af athugasemdum hans eru alveg markverðar. Það hefði að vísu verið gagnlegra ef hann hefði komið fram með þær ögn fyrr. Mig […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!