Færslur fyrir desember, 2012

Fimmtudagur 13.12 2012 - 09:48

Fax-fullveldi

Það hefur alltaf verið nokkuð þung undiralda gegn Evrópusambandinu í breska Íhaldsflokknum. Burtséð frá ýmsum efnahagspólitískum ástæðum er ástæðan líka gremja yfir því að hið gamla heimsveldi skuli nú þurfa að líta á önnur ríki og „smærri“ sem jafningja, og deila með þeim leifunum af áhrifavaldi sínu. Þessi undiralda hefur þyngst á síðustu árin, nú […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 19:46

Var þetta nauðsynlegt?

Ég tek það fram að ég spila aldrei fjárhættuspil og svo ég viti til, þá þekki ég engan sem það gerir. Og ég veit nákvæmlega ekkert um það fólk sem handtekið var í gærkvöldi í Skeifunni og er bersýnilega sakað um að halda úti ólöglegum spilaklúbbi. Þaðan af síður veit ég nokkuð um þá starfsemi […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 12:07

Nei Björg, bann við herskyldu er ekki „lítt ígrundað“

  Björg Thorarensen lagaprófessor lætur hafa eftir sér á mbl.is að 31. grein stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs sé „lítt ígrunduð“. Nú ber ég vissulega takmarkalitla virðingu fyrir þekkingu og hæfni Bjargar, en þetta er þó rangt hjá henni. 31. grein stjórnlagaráðs er ekki „lítt ígrunduð“. Hún var þvert á móti afar vel ígrunduð, og hlaut heilmikla umræðu […]

Miðvikudagur 12.12 2012 - 09:08

De Niro á flatskjánum

Það höfðu lengi verið þykkar rendur á sjónvarpinu mínu, og stundum brutust þar út brakandi truflanir svo myndin lék á reiðiskjálfi. Bersýnilega var löngu tímabært að fá sér nýtt sjónvarp. Ég streittist hins vegar lengi við. Ef ég keypti nýtt sjónvarp, þá þyrfti það óhjákvæmilega að vera af hinni óttalegu gerð flatskjár og voru þeir ekki […]

Mánudagur 03.12 2012 - 12:34

DV

Þegar herferð Napóleons til Rússlands stóð yfir fyrir réttum 200 árum voru Rússar í mikilli hættu staddir. Maður skyldi ætla að þeirra helstu menn hefðu þá þjappað sér saman og verið samhuga við að leysa verkefnið, en það var nú eitthvað annað. Í forystusveit rússneska hersins var hver höndin upp á móti annarri og helstu […]

Laugardagur 01.12 2012 - 11:58

Var framferði þingmannanna svívirðilegt?

Vissulega var furðulegt að sjá tvo þingmenn ganga framhjá myndavélum Alþingis með blöð sem á stóð: „Málþóf.“ Sjá hér. Og ætti ég sæti á Alþingi, þá mundi ég ekki hafa gert þvíumlíkt. Ég verð samt að viðurkenna að ég botna ekki alveg í heitfengustu hneyksluninni út af uppátæki þingmannanna. Ef þeir Lúðvík og Björn Valur […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!