Miðvikudagur 12.12.2012 - 19:46 - FB ummæli ()

Var þetta nauðsynlegt?

Ég tek það fram að ég spila aldrei fjárhættuspil og svo ég viti til, þá þekki ég engan sem það gerir.

Og ég veit nákvæmlega ekkert um það fólk sem handtekið var í gærkvöldi í Skeifunni og er bersýnilega sakað um að halda úti ólöglegum spilaklúbbi. Þaðan af síður veit ég nokkuð um þá starfsemi sem þar fór fram.

Og ég tek líka fram að ég er eindregið þeirrar skoðunar að lögreglan eigi að framfylgja lögum í landinu. Meðan lög banna fjárhættuspil, þá á lögreglan því að sjálfsögðu að vinna að því að uppræta fjárhættuspil.

En … ég verð samt að segja:

Það fólk sem var handtekið í Skeifunni og nú úrskurðað í gæsluvarðhald í viku, að því er virðist sakað um að hafa útbúið aðstöðu fyrir fjárhættuspil, var virkilega nauðsynlegt að gera þetta svona skömmu fyrir jól?

Kannski hafði lögreglan áhyggjur af því að einhverjir eyddu jólapeningum fjölskyldunnar í einhverja pókervitleysu í Skeifunni, ég bara veit það ekki.

En það virðist harkalegt að handtaka fólk og dæma í gæsluvarðhald rétt fyrir hátíð eins og jólin, þegar ekki verður séð að það hafi beinlínis meitt neinn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!