Færslur fyrir júlí, 2012

Mánudagur 30.07 2012 - 16:52

Er hin mikla framsýni Kínverja bara misskilningur?

Kínverjar hugsa ekki í árum, þeir hugsa í öldum. Þennan frasa hefur hver étið eftir öðrum á Vesturlöndum upp á síðkastið. Frasanum er ætlað að sýna hvað Kínverjar séu miklu útspekúleraðri en hinir skammsýnu Vesturlandamenn. Og því mikil ástæða fyrir okkur að passa okkur. Jafnan þegar þessi frasi berst í tal, þá dúkkar upp sama […]

Þriðjudagur 24.07 2012 - 19:56

Samstaða nú

Á morgun klukkan þrjú verður fundur á Ingólfstorgi þar sem ætlunin er að lýsa samstöðu með hinni hrjáðu alþýðu Sýrlands. Bashar Assad forseti var lengi framan af talinn fremur hófsamur og hófstilltur stjórnarherra en annað hefur heldur betur komið í ljós. Hann hefur haft ótal tækifæri til að stíga til hliðar og koma á friði, […]

Laugardagur 21.07 2012 - 20:15

Svar við skotárásinni: Fleiri byssur!

Hryllingur eins og átti sér stað í bíóinu í Bandaríkjunum mun um stund kveikja umræður um hvort herða eigi lög um byssueign þar vestra, en þær umræður munu fljótt hljóðna. Byssuframleiðendur eru einhver sterkasti þrýstihópur þar vestra. Enda voru þeir fljótir af stað þegar fréttist af þessum voðaverkum, og eins og hér sést er þeirra […]

Laugardagur 21.07 2012 - 14:43

Oft var þörf en aldrei sem nú

Mín góða móðir, Jóhanna Kristjónsdóttir, hefur í félagi við margt gott fólk unnið þrekvirki hin síðustu ár við að styrkja skólastarf fyrir fátæk börn í Jemen. Hefur það verið gert undir merkjum hins svonefnda Fatímusjóðs. Vegna upplausnar í Jemen síðustu misserin hefur Fatímusjóðurinn nú um hríð snúið sér að öðrum verkefnum, og í vikunni var […]

Fimmtudagur 19.07 2012 - 08:29

Auglýsa ráðuneytisstjórann

Það er röng ákvörðun hjá Steingrími J. Sigfússyni að auglýsa ekki stöðu ráðuneytisstjórans í nýju ráðuneyti nýsköpunar og atvinnuvega. Vissulega kann að virðast nærtækast og jafnvel sanngjarnt líka (við fyrstu sýn!) að velja nýjan ráðuneytisstjóra úr hópi ráðuneytisstjóra þeirra þriggja ráðuneyta sem þarna er verið að sameina. En svo valdamikil staða í stjórnsýslunni á þó […]

Miðvikudagur 18.07 2012 - 08:11

Fordómar og tjáningarfrelsi

Hannes Hólmsteinn Gissurarson kenndi mér einu sinni sögu í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er langt síðan en hann er þó stundum enn í dag að reyna að setja mér hitt og þetta fyrir, og vill ráða því hvaða málefni samfélagsins ég fjalla um opinberlega. Ég mun að sjálfsögðu ekki fara eftir því. Það er nú […]

Mánudagur 16.07 2012 - 09:06

Hverjir eru hinir „árásargjörnu menn“?

Svar til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. – – – – Heill og sæll Ögmundur. Þakka þér fyrir skjót svör við fyrirspurn sem ég beindi til þín fyrir örfáum dögum. Þú afsakar að ég skuli eyða tíma í að rifja málið upp stuttlega. Fyrir skemmstu lét Karl Sigurbjörnsson af starfi biskups þjóðkirkjunnar á Íslandi eftir að hafa […]

Laugardagur 14.07 2012 - 12:39

Opið bréf til Ögmundar

Heill og sæll Ögmundur. Á vefsíðunni dv.is birtist í morgun frétt þar sem segir frá samsæti sem þú munt hafa haldið til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni sem nýlega lét af störfum biskups yfir Íslandi. Sjá hér. Þar munt þú hafa farið fögrum orðum um Karl og vitanlega ekki annað við hæfi við slíkt tækifæri. Á hinn […]

Miðvikudagur 11.07 2012 - 14:50

Ekkert virða nema gull

Það er ekki skrýtið að Jakob Frímann Magnússon skuli telja sér akk í því ef Davíð Stefánsson reynist vera afi hans. Því Davíð var skáld gott. Hér yrkir hann um íslensku bankamennina og ýmsa aðra kaupsýslumenn, mörgum áratugum áður en þeir lögðu landið í rúst: Kling, kling. Kistan tóm. Gleðja sig við gullsins hljóm. Safna […]

Mánudagur 09.07 2012 - 14:59

Meira hneykslið, maður!

Mér skilst að nú séu menn að rífast yfir því að borgarstjórn Reykjavíkur láti ekki slá grasið á umferðareyjum nógu oft, og njóli sé sums staðar farinn að festa rætur. Það er nú meira hneykslið, maður! Það vill svo til að ég er farinn að hjóla svolítið um Reykjavíkurborg upp á síðkastið. Og það skal […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!