Miðvikudagur 11.07.2012 - 14:50 - FB ummæli ()

Ekkert virða nema gull

Það er ekki skrýtið að Jakob Frímann Magnússon skuli telja sér akk í því ef Davíð Stefánsson reynist vera afi hans. Því Davíð var skáld gott. Hér yrkir hann um íslensku bankamennina og ýmsa aðra kaupsýslumenn, mörgum áratugum áður en þeir lögðu landið í rúst:

Kling, kling.
Kistan tóm.
Gleðja sig við gullsins hljóm.
Safna aurum. Aura spara.
Eld að sinni köku skara.
Öllum gæðum öðrum hafna.
– Safna.

Kling, kling.
Kistan hálf.
Kistan – hún er sálin sjálf.
Lofa, svíkja,
sníkja.
Kaupa, selja,
telja.
Smjaðra, smjúga,
sjúga. –

Allra óskum neita.
Brögðum beita.
Reita –
lagða úr annars ull.
Ekki um álas hirða.
Ekkert virða
nema gull.

Kling, kling.
Kistan full.
He, he … Ormagull.
Kistan var af guði gjörð.
Grafa í jörð.
Grafa í jörð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!