Færslur fyrir september, 2011

Föstudagur 30.09 2011 - 15:02

Sandur

Ég kom frá Úsbekistan fyrir viku. Fór þangað með ferðahópi sem mín góða móðir, Jóhanna Kristjónsdóttir, stýrði. Þetta var einstök lífsreynsla. Ég uppgötvaði að ég hafði gert mér afar takmarkaða hugmynd um hvernig mannlífið liti út í Úsbekistan, þarna í miðri Mið-Asíu. Þar reyndist vera alveg einstaklega vingjarnlegt og alúðlegt fólk – forvitið, skemmtilegt og […]

Föstudagur 30.09 2011 - 10:08

Hundur gengur laus

Núna rétt fyrir klukkan tíu hjólaði ég meðfram gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þá kom svartur hundur hlaupandi á spretti út úr kirkjugarðinum, yfir Hringbrautina og hvarf inn á Melana. Hann var með ól en bersýnilega búinn að týna eiganda sínum, því hann var í öngum sínum. Það munaði aðeins örlitlu að hann yrði fyrir bíl […]

Föstudagur 30.09 2011 - 07:37

Grín?

Ættbálkasamfélagið íslenska heldur áfram að koma á óvart. Sjáið bara þetta hér. Fundur sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og fer greinilega út í að spæla ríkisstjórnina, eins og íslensk stjórnmálabarátta gengur yfirleitt fyrir sig. Og þá stekkur upp maður og stingur upp á að Össur Skarphéðinsson verði gerður að sendiherra í Palestínu þegar ættbálkur Sjálfstæðisflokksins verður kominn […]

Fimmtudagur 29.09 2011 - 09:53

Drottinn minn dýri!

Drottinn minn dýri, hvað hér birtast feyskin viðhorf! Hvenær fáum við að losna undan draugum fortíðarinnar? Verðskuldum við virkilega alla þessa blindu heift, og þetta níðþrönga sjónarhorn á tilveruna?

Miðvikudagur 28.09 2011 - 11:56

Makalaus ríkislögreglustjóri

Það stendur alveg skýrt í lögum að útboð skulu fara fram þegar kaupa á vörur fyrir ríkið fyrir hærri upphæð en fimm milljónir. En ríkislögreglustjóri telur að þessi lög gildi ekki um sig. Hann segir að „ógerlegt hefði verið að fara að ýtrustu lögum“ í málinu. Sjá hér. Þessi málflutningur er algjörlega makalaus. Vissulega er […]

Þriðjudagur 27.09 2011 - 07:06

Að sjálfsögðu!

Gott er það hve eindreginn og afdráttarlaus utanríkisráðherra vor er í stuðningi sínum við sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna. Sjá hér. Ekkert fuml og fát, eða undirlægjuháttur við stórveldið í vestri. Auðvitað er sjálfsagt mál að Ísland styðji sjálfstæðisóskir Palestínumanna, en það hefðu þó ekki allir íslenskir stjórnmálamenn þorað að gera, og allra síst svo afdráttarlaust. Því er […]

Mánudagur 26.09 2011 - 06:34

Við eigum þetta ekki skilið

Ég brá mér frá í tvær vikur í september. Auðvitað bjóst ég ekki við að það yrði nein bylting á Íslandi á meðan. En samt vonaði ég undir niðri að eitthvað gott myndi gerast. Það hefði verið svo gaman að koma til baka og fá óvæntar jákvæðar fréttir úr samfélaginu. En nei. Það helsta sem […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 15:16

Er þetta ekki alveg afgerandi?

Fréttin um að 75 prósent þjóðarinnar vilji láta senda nýja stjórnarskrárfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu gladdi mig, og vonandi fleiri. Við kvörtum sáran, og því miður oftast með réttu, yfir því að alls ekki nógu margt hafi breyst frá því í hruninu. En sú aðferð sem notuð var til að skrifa nýja stjórnarskrárfrumvarpið var sannarlega breyting frá […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 15:09

Þessir litlu karlar eða hinir

Ekki hef ég minnstu hugmynd um hvort Þórður Snær Júlíusson meinar einhverja ákveðna „litla karla“ frekar en aðra með þessum pistli sínum í Viðskiptablaðinu. En það má einu gilda. Þetta er holl lesning. Nema hvað gallinn er sá að „litlu karlarnir“ munu alveg áreiðanlega ekki koma auga á að pistillinn sé um þá. Þeir munu […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 16:54

Borgarstjórinn

Ekki kaus ég Jón Gnarr til borgarstjóra í Reykjavík. Mig minnir meira að segja að ég hafi skrifað eitthvað á móti honum. En eigi að síður furða ég mig dálítið á skoðanakönnunum eins og þessari. Mér finnst nefnilega að Bezti flokkurinn standi sig bara vel við stjórn borgarinnar. Og einkum hvað snertir heiðarleika og einlægni. […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!