Færslur fyrir desember, 2014

Fimmtudagur 25.12 2014 - 13:13

Góðir lífhrútar

Ég ákvað að birta einhverja jákvæða og upplífgandi tilvitnun í gömul rit á Facebook-síðunni minni. Fór á Tímarit.is og leitaði að orðunum „góða líf“. Fannst að það hlyti að vera hægt að finna mörg dæmi um að Íslendingar áður fyrr hefðu ekki aðeins einblínt á erfiðleikana og eymdina sem fylgdu lífsbaráttunni, og í sveitasamfélagi fortíðar […]

Föstudagur 19.12 2014 - 10:34

Stalín í Norður-Kóreu

Uppistandið í Bandaríkjunum út af kvikmyndinni The Interview er ótrúlegt. Þetta virðist vera ósköp hefðbundin amerísk grínmynd, þótt hún fjalli reyndar um ögn óvenjulegt efni. Tveir fréttamenn fá óvænt tækifæri til að fara til Norður-Kóreu og taka viðtal við Kim Jong-un einræðisherra, nýjasta laukinn í því furðulega ættarveldi sem þrífst í landinu. Fréttamönnunum er svo falið af […]

Föstudagur 12.12 2014 - 08:15

Ótrúleg saga en sönn

Í mars 1907 gerði brjálað veður á hafinu kringum Ísland. Einn kúttter fórst með manni og mús, nokkrir voru hætt komnir og misstu menn î sjóinn, í Eyjafirði hvarf selveiðibátur og er ekki allt upptalið. Farþegaskipið Kong Trygve í eigu Þórs Túliníusar kaupmanns var þá lengi að hrekjast í ægilegu veðri fyrir Norðurlandi og í […]

Fimmtudagur 04.12 2014 - 17:06

Af hverju Ólöf varð ráðherra

Ég veit ekki af hverju allir eru svona hissa á því að Bjarni Benediktsson skyldi fá Ólöfu Nordal til að verða ráðherra. Málið er frekar einfalt. Auðvitað varð að fá konu í embættið, en innan þingflokksins kom raunverulega engin nema Ragnheiður Ríkharðsdóttir til mála. Langflottasti kandídatinn, og alveg borðliggjandi að hún yrði ráðherra. En hún má […]

Fimmtudagur 04.12 2014 - 07:35

Veltiár, ekki góðæri

Það fer sífellt meira í taugarnar á mér að sjá talað um „góðærið“ í merkingunni árin fyrir hrun. Þetta er svo sem skiljanlegt orð – við höfðum það öll svo voðalega gott, var það ekki? (Reyndar ekki. Stórar hópar, og einkum þeir verst settu í samfélaginu höfðu það ekkert betra þessi ár en venjulega.) Ég hef […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!