Fimmtudagur 25.12.2014 - 13:13 - FB ummæli ()

Góðir lífhrútar

Ég ákvað að birta einhverja jákvæða og upplífgandi tilvitnun í gömul rit á Facebook-síðunni minni.

Fór á Tímarit.is og leitaði að orðunum „góða líf“.

Fannst að það hlyti að vera hægt að finna mörg dæmi um að Íslendingar áður fyrr hefðu ekki aðeins einblínt á erfiðleikana og eymdina sem fylgdu lífsbaráttunni, og í sveitasamfélagi fortíðar hefðu menn líka séð hið fagra í lífinu, og skrifað um það snotrar hugvekjur.

En var það ekki alveg dæmigert að fyrsta dæmið sem leitarvélin fann um „góða líf“ skyldi vera úr umsögn um bókina Kynbætur sauðfjár frá 1915?

Og það var verið að tala um „góða lífhrúta“.

Við lifðum lengi í veröld Bjarts í Sumarhúsum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!