Laugardagur 03.01.2015 - 16:11 - FB ummæli ()

Bílskúr Framsóknarflokksins

Ég sá einhvers staðar í annars frekar skynsamlegri áramótagrein að Framsóknarflokkurinn hefði „efnt“ kosningaloforð sín um „skuldaleiðréttingu“.

Er sú þjóðsaga virkilega að festast í sessi?

Framsóknarflokkurinn efndi EKKI kosningaloforð sín um skuldaleiðréttingu.

Hann lofaði að minnsta kosti 300 milljörðum frá erlendum hrægammasjóðum.

Það var ekki efnt.

Í staðinn komu 80 milljarðar (í mesta falli) úr ríkissjóði.

Tilfærsla, ekki „leiðrétting“.

Nú eru margir á því að það hefði verið glapræði hið mesta ef flokkurinn hefði fengið að henda í þetta 300 milljörðum. Það getur vel verið, en það á samt ekki að koma í veg fyrir að menn skammi flokkinn loforðaglaða fyrir að hafa ekki efnt þetta loforð sitt.

Flokkurinn lofaði tilteknum hlut og komst til valda út á það loforð – með því að efna loforðið ekki, þá dæmist flokkurinn hafa svikið sig til valda.

Og það hljótum við að fordæma, hvaða skoðun sem við höfum á loforðinu.

Mér sýnist að líkja megi „efndum“ Framsóknarflokksins við að einhver hefði lofað að gefa mér hús.

Í staðinn reisir hann bílskúr.

Og kemur svo með reikninginn til mín.

Þannig eru „efndir“ Framsóknarflokksins.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!