Færslur fyrir júní, 2011

Fimmtudagur 30.06 2011 - 21:51

„Eins og málverk eftir Georg Guðna“

Við Georg Guðni vorum nágrannar upp við Heklu. Við þekktumst svosem ekkert, en ég fór einu sinni í heimsókn til hans inn í hraunið þar sem hann var ásamt fjölskyldu sinni að reisa sér bústað í berangurslegu hrauninu, og fékk höfðinglegar viðtökur. Myndir hans af íslenskri náttúru voru stórmerkilegar. Þær voru bæði þannig að maður […]

Fimmtudagur 30.06 2011 - 18:53

Hof er fallegra en Harpa!

Stuðlaberg er náttúrlega að verða hálfgerð klisja í íslenskum arkitektúr. Þegar ég sannfrétti að útlit menningarhússins Hofs á Akureyri væri byggt á stuðlabergi, þá setti því að mér illan grun. En nú þegar ég hef séð húsið, þá uppgötva ég mér til undrunar að ég er í rauninni hæstánægður með það. Það er bara frekar […]

Miðvikudagur 29.06 2011 - 17:44

Rasisti í skógrækt

Fyrr í dag ók ég Öxnadalinn með eitthvað af fótboltastrákum aftur í. Ég bauðst til að fræða þá um Jónas Hallgrímsson, en það var lítill áhugi á því. Þegar ég fór hins vegar að horfa í kringum mig rann það upp fyrir mér að líklega eru töluvert mörg ár síðan ég hef keyrt þessa leið. […]

Þriðjudagur 28.06 2011 - 19:32

Svívirðileg ákvörðun sýslumanns

Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð. Þetta er góð, gild og nauðsynleg regla sem hafa verður í heiðri í sérhverju réttarríki. En að sýslumaðurinn á Selfossi telji fram þessa reglu til að réttlæta þá ákvörðun sína að láta ganga lausan barnanauðgara í Vestmannaeyjum, það er svívirða. Að teknu tilliti til allra […]

Laugardagur 25.06 2011 - 10:50

Á forseti að skipa í embætti?

Í stjórnlagaráði kemur brátt að því að gengið verður frá drögum að tillögum um stjórnskipan. Þar er forsetaembættið svolítið að vefjast fyrir mönnum. Ekki er um það mikill ágreiningur að þingræði skuli ríkja á Íslandi. Þingræði þýðir, eins og menn vita, einfaldlega að framkvæmdavaldið – ríkisstjórnin – þarf að bera ábyrgð gagnvart löggjafarvaldinu, þinginu. Ríkisstjórn […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 19:38

Bjartsýni!!

Fréttablaðið ætti að fá einhver bjartsýnisverðlaun. Í forsíðufregn í dag er frá þeirri ákvörðun fjárlaganefndar Alþingis að þingið muni hætta að úthluta styrkjum til samtaka, einstaklinga og félaga á næsta ári. Þessir sérstöku styrkir hafa gjarnan verið notaðir af þingmönnum til að hygla gæluverkefnum í kjördæmum. Það er því hið besta mál að hætta þessu. […]

Fimmtudagur 23.06 2011 - 07:44

Bláir silkiborðar

Stjórnlagaráð er nú farið að móta tillögur sínar um um endurskoðun á stjórnkerfi landsins. Mér sýnist að tillögur þar að lútandi verði bráðgóðar – skeleggar og mjög til bóta, en valdi þó fæstar einhverjum umbyltingum sem erftitt er að vita til hvers munu leiða. Nú er verið að spekúlera í hvað eigi að gera við […]

Þriðjudagur 21.06 2011 - 13:55

Barnið sem horfði út í horn

Ég hef verið að reyna að stilla mig um að skrifa um þau hræðilegu mál sem Fréttatíminn birti fyrstur blaða á föstudaginn og aðrir fjölmiðlar hafa svo tekið upp, einn af öðrum, en flestir svolítið hikandi í byrjun. Enda ekki beint geðslegt mál á ferðinni. Hryllingshjúin í Landakotsskóla, og kannski fleiri dauðar rottur undir vel […]

Sunnudagur 19.06 2011 - 16:31

Vitlaust veður!

Í gær setti ég niður 1260 birkiplöntur við Heklu. Svo vonaðist ég eftir rigningu. Þá þarf endilega að koma þessi blússandi sólardagur. Sextán stiga hiti og heiðskírt á Suðurlandi segir veður.is. Einhvern tíma hefði maður kosið svona veður, en ekki í dag.

Föstudagur 17.06 2011 - 19:24

Ákall til tónskálda

„Hei hó jibbí jei og jibbí jei … það er kominn sautjándi júní.“ Þetta lag er, heyrist mér bæði af bæði útvarpinu og sjónvarpinu, orðið hið opinbera þjóðhátíðarlag Íslands. Nú er vissulega ekki í tísku að biðja um eitthvað of innblásið og þjóðrembulegt, en er samt ekki hægt að búa til eitthvað aaaaaaaðeins skárra en […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!