Færslur fyrir júní, 2011

Föstudagur 17.06 2011 - 14:40

Það er til heiti yfir það

Stundum er lífið flókið, stundum alveg óskaplega einfalt. Stundum er erfitt að segja hvernig maður myndi bregðast við í tilteknum aðstæðum, en stundum liggur það í augum uppi. Ég á til dæmis oftast ansi erfitt með að setja mig í spor helstu hrunverja landsins og hvernig þeir hugsa nú sinn gang, hver í sínu horn. […]

Föstudagur 17.06 2011 - 09:48

Hinir notuðu kuflar hrunverjanna

Ég er ekki í þjóðkirkjunni. Ég tel mig samt hafa fullt leyfi til að hafa skoðun á henni, og hvernig þar er á málum haldið. Bæði er kirkjan á snærum ríkisins, og svo vill hún hafa kennivald yfir samfélaginu öllu – og þá fylgir því líka að hver sem er má og á að hafa […]

Miðvikudagur 15.06 2011 - 17:00

Hvorki fugl né fiskur

Nú eru þau tvö, biskupsmálin, sem kirkjan þarf að takast á við. Hið nýrra snýst um Karl Sigurbjörnsson og ótrúleg viðbrögð hans þegar Guðrún Ebba steig fram. Hvernig kona (formaður Prestafélagsins) getur komist að þeirri niðurstöðu að þau viðbrögð hafi verið svona meira og minna í lagi, það veit ég ekki og langar ekki að […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 11:16

Hvað voru háskólarnir að hugsa?

Það er rétt að vekja athygli á þessari grein Guðmundar Andra Thorssonar. Og ég vona að í háskólum landsins verði hún lesin af sérstakri gaumgæfni. Alveg burtséð frá einstaklingum eins og Hannesi Hólmsteini, þá á háskólasamfélagið alveg eftir að gera upp sinn þátt í aðdraganda hrunsins. Hvað voru háskólarnir að hugsa?

Þriðjudagur 14.06 2011 - 08:59

Viðbrögð við skýrslu um þögn kirkjunnar? Þögn!

„Biskup rýfur þögnina,“ segir fyrirsögn á Vísi um biskupsmálið. Það eru jú fjórir eða fimm dagar síðan skýrslan um viðbrögð kirkjunnar við kynferðisbrotamálum kom út. Karl hefur ekki talað fyrr en nú. Eins og ég hef margtekið fram – persónulega er mér hlýtt til Karls Sigurbjörnssonar. En mér þykir hann gerast æ … óheppnari í […]

Laugardagur 11.06 2011 - 16:54

Gott að losna við „Sigurdsson“ og „Jonsdottir“

Það er nú kannski ekki eins og það skipti allra mesta máli í heiminum, en ég hef margoft kvartað undan því að þegar íslensk íþróttalandslið birta nöfn leikmanna sinna á búningunum, þá hafa þau hingað til fylgt útlenskum nafnahefðum, en ekki hinni íslensku. Á búningunum hefur staðið „Guðjohnsen“ eða „Sigurdsson“, eða þá „Vidarsdottir“ og „Jonsdottir“. […]

Laugardagur 11.06 2011 - 10:00

Var þetta gert viljandi?

Í heita pottinum í gær hlýddi ég með öðru eyranu á tvo margfróða menn ræða kvótamál og frumvörp ríkisstjórnarinnar. Ég skildi ekki bofs, og þótt mennirnir tveir hefðu greinilega víðtæka þekkingu á sjávarútvegi, þá voru þeir hreint ekki vissir um hvernig hitt og þetta í frumvörpunum myndi snerta hitt og þetta í sjávarútvegsmálunum eða atvinnumálunum […]

Föstudagur 10.06 2011 - 08:54

„Öll erum við jöfn …“ Á stjórnarskráin að hljóma svona?

A-nefnd stjórnlagaráðs, sem ég á sæti í, hefur ákveðið að gera tilraun með að skrifa hluta stjórnarskrárinnar í fyrstu persónu fleirtölu. Dæmið sem við höfum búið til er hér, en það hljóðar svo: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án nokkurs manngreinarálits, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 23:39

Kúbeinið

Verkföll voru á sínum tíma neyðarúrræði þrautpíndra verkmanna og alþýðu. Og það kostaði mikla baráttu að fá að nota þetta úrræði. Síðan var verkalýðnum kennt að hann mætti eiginlega ekki fara í verkfall lengur, hann yrði að sýna samfélagslega ábyrgð, og mætti ekki gera of miklar kröfur. Og verkalýðurinn fór eftir þessu meira og minna […]

Miðvikudagur 08.06 2011 - 17:42

Hver er í stofufangelsi?

Ég ætla enn að stilla mig um að hafa mikla skoðun á réttarhöldunum gegn Geir Haarde. Vissulega er skrýtið að sjá hann sitja þarna einan og svara til saka. En þegar ég byrja að vorkenna Geir, þá rifjast jafnharðan upp fyrir mér spurningin sem ég varpaði fram í gær: Til hvers í ósköpunum að hafa […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!