Miðvikudagur 08.06.2011 - 23:39 - FB ummæli ()

Kúbeinið

Verkföll voru á sínum tíma neyðarúrræði þrautpíndra verkmanna og alþýðu.

Og það kostaði mikla baráttu að fá að nota þetta úrræði.

Síðan var verkalýðnum kennt að hann mætti eiginlega ekki fara í verkfall lengur, hann yrði að sýna samfélagslega ábyrgð, og mætti ekki gera of miklar kröfur.

Og verkalýðurinn fór eftir þessu meira og minna og allt er nú gert til að koma í veg fyrir víðtæk verkföll hjá láglaunafólki.

En þá mætti ætla að verkföll væru orðin sport og hálfgert kúgunartæki fyrir nokkrar stéttir sem teljast í efri kanti launaskalans.

Og eru í þeirri öfundsverðu aðstöðu að verkföll þeirra pirra svo marga að þær eiga ágætar vonir um að ná betri samningum en blessaður sauðsvartur almúginn sem alltaf er að reyna að sýna hina samfélagslegu ábyrgð.

Flugumferðarstjórar hafa stundum leikið þennan leik, nú eru það flugvirkjar.

Auðvitað hljóta flugvirkjar að berjast fyrir sem bestum kjörum eins og aðrir.

En það er samt dálítið að sjá hið heilaga vopn, verkfallið, sem verkalýðshreyfingin þurfti að berjast áratugum saman sé nú orðið einskonar kúbein stétta sem ætla sér að krækja í meira en almúginn. Þannig virkar deila flugvirkja alla vega á mig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!