Færslur fyrir júlí, 2013

Þriðjudagur 23.07 2013 - 20:18

Mannlíf, auglýsingar og dýralíf á Manhattan

Það er eins og maður hafi aldrei farið í ferðalag, sítuldrandi um New York-ferðina mína. En hér ætla nú samt að leyfa mér að birta hér fáeinar myndir sem ég tók á Manhattan um daginn. Maður gæti unað sér lengi við að taka myndir af mannlífinu á þessum fjölbreytta og (já!) vinalega stað. Þetta er […]

Sunnudagur 21.07 2013 - 21:33

Moskur í Sogamýri og Manhattan

Ég verð að segja að mér finnst með ólíkindum að hér skuli upp risin umræða um hvort ætti að leyfa múslimasöfnuði að reisa sér mosku í Reykjavík. Það er árið 2013 og á ekki að þurfa að hafa mörg orð um að trúfrelsi ríkir í landinu. Fordómarnir sem kvikna og fáviskan eru með nokkrum ólíkindum. […]

Fimmtudagur 18.07 2013 - 20:08

Tvær bíómyndir, tveir leigubílar, tvær byssur

Ég stend enn á því fastar en fótunum að hingað til a.m.k. hafi Baltasar verið bestur sem leikstjóri í leikhúsinu. En myndirnar hans í bíó eru fínar og það er gaman að sjá hve vel honum gengur. Sjá hér frétt í Ríkisútvarpinu um nýja stórmynd sem hann er að fara að gera í haust. Everest […]

Fimmtudagur 18.07 2013 - 09:29

Að ganga kílómetra og skipta um veröld

Eins og flestir aðrir er ég gegnsýrður amerískri menningu eftir að hafa horft á amerískar kvikmyndir og sjónvarp, lesið amerískar bækur og hlustað á ameríska tónlist í áratugi. Þrátt fyrir það hefur mig eiginlega aldrei langað neitt sérstaklega til Bandaríkjanna. Mér fannst líklega að það væri engin sérstök þörf á því, eftir öll þessi amerísku […]

Laugardagur 13.07 2013 - 00:45

Í Harlem

Langar og ítarlegar rannsóknir mínar á Manhattan-eyju í Vesturheimi hafa fært mér heim sanninn um að langmest líf og fjör sé að finna í Harlem. Þótt nú sé komið kvöld og það hellirigni er mannlífið enn með skemmtilegum svip, hrókasamræður standa yfir á matsöluhúsum og óformlegum samkomustöðum hvarvetna, ungir páfuglar á ferðinni að gera sig […]

Fimmtudagur 11.07 2013 - 23:59

Bókmenntir í neðanjarðarlest

Ameríkanar eru einstaklega menningarsnautt fólk, teljum við stundum. Og vissulega gæti maður stundum ályktað sem svo ef aðeins væri byggt á stórmyndunum frá Hollywood. En nú fyrir stundu sat ég í neðanjarðarlest á Manhattan og með mér var fólk á leiðinni í efri byggðir þar, til Harlem og svo til hins óttalega hverfis Bronx. Og […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 13:06

Blaut úldin tuska framan í þjóðina

Ríkisstjórnin veit að 70 prósent landsmanna hafa í skoðanakönnun lýst andstöðu við þá fyrirætlun hennar að lækka og síðan fella niður veiðigjöld á sægreifana. Ríkisstjórnin veit líka að 35.000 manns hafa sett nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem þessu er mótmælt. Ríkisstjórnin veit að sérfræðingar í hagfræði hafa lagst gegn þessu, bæði okkar mætustu menn […]

Mánudagur 01.07 2013 - 17:49

Það sem fréttastjóri Moggans gerði ekki

Í Morgunblaðinu var á föstudaginn viðtal við Ármann Einarsson framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins Auðbjargar í Þorlákshöfn. Fyrirtækið stendur illa og samkvæmt viðtalinu við Ármann er sökin veiðigjaldanna sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti á. „Þetta lítur ekki vel út og ég er ekki bjartsýnn,“ segir Ármann. „Ef fyrri ríkisstjórn [Jóhönnu] hefði verið áfram hefði verið hægt að loka […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!