Laugardagur 13.07.2013 - 00:45 - FB ummæli ()

Í Harlem

Langar og ítarlegar rannsóknir mínar á Manhattan-eyju í Vesturheimi hafa fært mér heim sanninn um að langmest líf og fjör sé að finna í Harlem.

Þótt nú sé komið kvöld og það hellirigni er mannlífið enn með skemmtilegum svip, hrókasamræður standa yfir á matsöluhúsum og óformlegum samkomustöðum hvarvetna, ungir páfuglar á ferðinni að gera sig til fyrir glæsimeyjum, óvænt hlátrasköll berast út úr húsasundum eins og í skáldskap eftir Camus eða Sigfús Daðason, öll möguleg afrísk og Miðausturlandamál eru hent á lofti, gamall karl ber að ofan með kaskeyti (hvítur) reynir fremur argur í bragði að vekja athygli vegfarenda á því að hann hefði átt að fá orðuna sem einhver félagi hans fékk í Víetnamstríðinu forðum en öllum er sama um þann löngu gleymda slag, en merkilegast er þó að á gangstéttunum eru allsstaðar léttklæddir áhyggjulausir krakkar að leika sér í fótbolta eða eltingarleik eða bara að gantast við niðurrignda hunda.

En jafnvel hér hef ég samt ekki enn séð kött.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!