Færslur fyrir júní, 2013

Sunnudagur 30.06 2013 - 01:03

Vissi Bjarni ekki betur?

Hvernig getur það átt sér stað að Bjarni Benediktsson, lögfræðingur og formaður Sjálfstæðisflokksins, trommar upp í fjölmiðlum og segist ætla að láta breyta lögum svo leggja megi landsdóm niður? Vissi hann virkilega ekki að til þess að leggja niður landsdóm dugar ekki að breyta lögum? Það þarf að breyta stjórnarskránni. Og hvernig stóð á því […]

Miðvikudagur 26.06 2013 - 23:01

Hverjar eru skýringar íslensku ráðherranna?

Ég bíð enn eftir því að fjölmiðlar spyrji Ólaf Ragnar Grímsson almennilega útí ummæli hans um að Evrópusambandið vilji í raun alls ekki fá Íslendinga í sambandið. Eins og hann hafði þó fullyrt og það á sjálfu hinu háa Alþingi. Sjá hér. Meðan ég bíð vil ég líka skjóta tveimur öðrum spurningum að fjölmiðlamönnum, sem […]

Þriðjudagur 25.06 2013 - 22:31

Bíð spenntur eftir næsta viðtali við Ólaf Ragnar

Við setningu Alþingis um daginn vakti Ólafur Ragnar Grímsson forseti mikla athygli þegar hann fullyrti að innan Evrópusambandsins væri enginn áhugi á að fá Ísland í samtökin. Að því hefði hann komist í samræðum sínum við einhverja ónefnda menn. Þetta þóttu að vonum miklar fréttir, og þeir sem höfðu viljað láta reyna á aðildarumsókn og […]

Föstudagur 21.06 2013 - 09:05

Hver kaus Sigurð Inga til þess arna?

Sjáið þessa frétt – og grátið. „Umhverfisráðherra endurskoðar friðlýsingu Þjórsárvera.“ Þessi fjögur orð eru beinlínis hrollvekjandi. Hvernig gerðist þetta – að meintur umhverfisráðherra láti sér detta annað í hug en stefna eindregið að hinni ýtrustu friðlýsingu þeirrar ómetanlegu náttúruperlu sem Þjórsárver eru? Sigurður Ingi Jóhannsson er náttúrlega maðurinn sem sagði að nú ætti að fara […]

Þriðjudagur 18.06 2013 - 09:39

Sægreifar styrkja flokka tvo sem síðan lækka skatta sægreifa

Sjáið þessa frétt hér. Hérna er upphaf hennar: Og setið þessa frétt svo í samhengi við fyrirætlanir ríkisstjórnarflokkanna um að lækka og síðan fella niður þau veiðigjöld sem fyrrverandi ríkisstjórn kom á og skila ættu miklum tekjum í þjóðarbúið. Sem þarf svo sannarlega á því að halda. Íslenskir háskólakennarar við hina virðulegustu háskóla í útlöndum […]

Mánudagur 17.06 2013 - 21:40

Erum við endilega öll komin af einhverjum víkingum?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur hvatt til þess að aukin rækt verði lögð við íslenska sögu. Það er mjög góð ábending hjá honum, og ég mun leggja mig fram um að fara að tilmælum forsætisráðherra í framtíðinni. Ég mun því fjalla á næstunni um fáein atriði af sögulegu tagi sem birtust í hinni merkilegu ræðu […]

Laugardagur 15.06 2013 - 09:49

Á að reka Ísland eins og meðalstórt bandarískt fyrirtæki?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hafa ákveðið að Vigdís Hauksdóttir sé einmitt rétti maðurinn til að veita forstöðu fjárlaganefnd Alþingis, valdamestu þingnefndinni og þeirri sem í raun ákveður hvernig við viljum hafa samfélag okkar. Og Vigdís er byrjuð að gefa yfirlýsingar: „Vinstri stefna gengur út á það að koma sem flestum á bætur sem […]

Föstudagur 14.06 2013 - 17:33

Lélegur brandari?

Til skamms tíma hefði ég talið það lélegan brandara að það yrði einn af allra fyrsta verkum nýrrar ríkisstjórnar að skipa Jónas Fr. Jónsson fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins í ábyrgðarstarf á vegum ríkisins. En nú hefur það gerst, sjá hér. Jónas er orðinn stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Sko. Ég efast ekki um að Jónas sé hinn […]

Fimmtudagur 13.06 2013 - 10:38

Býr fullveldið á Ártorgi 1? – Opið bréf til utanríkisráðherra

Komdu margblessaður Gunnar Bragi Sveinsson. Ég var að lesa skörulegar yfirlýsingar frá þér um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði „illa haldið áfram, eiginlega bara alls ekki“, meðan þú gegnir embætti utanríkisráðherra. Sjá hér. Og þetta þykir mér slæmt að heyra. Aðild að Evrópusambandinu er einn þeirra kosta sem við stöndum frammi fyrir til að bæta […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 08:22

Skilaboð til starfsmanna RÚV

Ég hef lengi trúað því að nafni minn Gunnarsson væri með víðsýnustu og öfgalausustu mönnum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þeim mun dapurlegra þykir mér að þetta hér skuli vera hans fyrsta mál sem menntamálaráðherra. Það er nýbúið að breyta lögum og færa stjórn RÚV undan alþingismönnum, og maður hefði haldið að rétt væri að gefa hinni […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!