Miðvikudagur 12.06.2013 - 08:22 - FB ummæli ()

Skilaboð til starfsmanna RÚV

Ég hef lengi trúað því að nafni minn Gunnarsson væri með víðsýnustu og öfgalausustu mönnum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Þeim mun dapurlegra þykir mér að þetta hér skuli vera hans fyrsta mál sem menntamálaráðherra.

Það er nýbúið að breyta lögum og færa stjórn RÚV undan alþingismönnum, og maður hefði haldið að rétt væri að gefa hinni nýju skipan séns.

En nei. Aftur skal Ríkisútvarpið, sú viðkvæma stofnun færð undir þingið.

Það er að segja sjálfstæðismenn og framsóknarmenn.

Það eru alveg til rök fyrir þeirri skipan sem hann nafni minn vill nú rjúka í að koma á aftur.

Rök sem voru góð og gild á sínum tíma, en æ fleiri hafa þó upp á síðkastið talið þau léttvæg.

Og það að nýr menntamálaráðherra skuli stökkva fram með málið nú á sumarþingi, þegar aðeins átti að afgreiða örfá mjög stefnumarkandi mál, það lofar ekki góðu.

Ef það er eitt allra, allra brýnasta mál Sjálfstæðisflokksins að færa Ríkisútvarpið aftur undir Alþingi, þá vekur það bara grun um eitt.

Að nú eigi að læsa klóm fálkans í RÚV.

Og gefa starfsfólki þar skýrt til kynna hvað standi til.

Mjög skýrt.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!