Færslur fyrir ágúst, 2013

Föstudagur 30.08 2013 - 10:14

Et tu, Eygló

Sú ákvörðun Eyglóar Harðardóttur að svipta Guðmund Steingrímsson formennsku í nefnd um notendastýrða aðstoð við fatlað fólk veldur mér djúpum vonbrigðum. Eins og sjá má hér hefur Guðmundur sinnt þessu máli af kostgæfni og miklum áhuga. Og ákvörðunin vekur hvarvetna furðu, eins og hér má sjá. Ég hafði í einlægni trúað því að Eygló Harðardóttir […]

Þriðjudagur 27.08 2013 - 15:44

„Pabbi? Þetta er ég.“

„Pabbi? Þetta er ég. Ætlaði bara að segja þér að við erum búnir að taka af þennan fjárans auðlegðarskatt vinstri stjórnarinnar. Þú þarft ekki að borga þetta rugl framar. Þá ekki bara allt í góðu, ha, pabbi?“

Laugardagur 24.08 2013 - 11:57

Álfakóngur í hálfmaraþoni

Jæja – ýmislegt fór úrskeiðis í hálfmaraþoninu áðan. Ég fór alltof hratt af stað miðað við mann í mínum þyngdarflokki. Allskonar verkir gerðu vart við sig, ytra sem innra. Þrekið var ekki meira en svo að þegar einhver rétti mér súkkulaðimola á fimmtánda kílómetra varð ég að spýta honum út úr mér því ég hafði […]

Föstudagur 23.08 2013 - 22:05

Hlaupið fyrir börn

Eftir langa umhugsun ætla ég að skokka hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Þótt ég sé í heldur lítilli æfingu fyrir svo langt hlaup og of þungur og svona, svo ég verð sjálfsagt með öftustu mönnum. En það verður að hafa það – markmiðið er bara að komast alla leið. Ef einhver vill styrkja mig á þessari […]

Mánudagur 19.08 2013 - 10:03

Finnst sjálfstæðismönnum allt í lagi að bera ábyrgð á þessum ósköpum?

Framganga framsóknarmanna á þessum fyrstu 100 dögum ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs er með þvílíkum ólíkindum að ég efast um að verstu óvinir flokksins hefðu getað sett saman annað eins handrit. Sjá til dæmis hérna – á sumu því sem hér er nefnt bera náttúrlega sjálfstæðismenn líka ábyrgð. Og þessi pistill hér, þótt harðorður sé, er á […]

Fimmtudagur 15.08 2013 - 13:29

Þegar stjórnmálamenn komast upp með að misbjóða kjósendum …

Vigdís Hauksdóttir reynir að klóra sig frá hótun sinni í garð Ríkisútvarpsins með því að orð hennar hafi verið „rangtúlkuð“. En það er bara rangt hjá henni. Já, það er hreint út sagt tóm tjara. Hún var á Bylgjunni að kvarta undan því að rangt hefði verið haft eftir henni í viðtali á RÚV. RÚV […]

Fimmtudagur 15.08 2013 - 12:54

Af hverju má lýðræði ekki gilda í atvinnulífinu?

„Lýðræðisleg fyrirtæki.“ Er þetta það sem heitir á ensku „a contradiction in terms“? Það er að segja algjör mótsögn? Það skyldi maður eiginlega ætla – það er jú búið að telja okkur trú um að fyrirtæki eigi sér aðeins einn tilgang: Að greiða hluthöfum sínum arð. Og til að svo megi verða sé affarasælast að […]

Miðvikudagur 14.08 2013 - 09:00

Er það sæmandi?

Ég hef reynt – já, ég hef reynt! – fyrst að hafa húmor fyrir Vigdísi Hauksdóttur og síðan að leiða hana hjá mér. En það er ekki hægt endalaust. Konan hefur verið leidd til öndvegis í íslensku samfélagi af flokki sínum og kjósendum, hún er formaður fjárlaganefndar Alþingis og hún er í þingmannahópi þeim sem […]

Mánudagur 12.08 2013 - 08:49

Á svona stund

Ég hjólaði til vinnu í morgun og við aðstæður eins og þessar, þegar maður horfir upp í albláan himin, út á lognkyrran sjóinn sem næstum virðist hægt að ganga á og á þögnina sem ævinlega fylgir hinni mestu heiðríkju (já, svona verður þögnin sjáanleg og eins þótt það séu bílahljóð), þá ferðast ég alltaf í […]

Laugardagur 10.08 2013 - 15:25

Gleðigangan og Bradley Manning

Ég rölti áðan Gleðigönguna frá BSÍ niður á Arnarhól í hópi allmargra blaðamanna og annarra áhugamanna um tjáningarfrelsi sem lýstu þeirri kröfu að Bradley Manning skyldi látinn laus. Því miður eru litlar líkur á að svo verði gert, en það sakar ekki að lýsa yfir skoðun sinni. Ástæðan fyrir göngu þessa hóps í Gleðigöngunni er […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!