Föstudagur 23.08.2013 - 22:05 - FB ummæli ()

Hlaupið fyrir börn

Eftir langa umhugsun ætla ég að skokka hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Þótt ég sé í heldur lítilli æfingu fyrir svo langt hlaup og of þungur og svona, svo ég verð sjálfsagt með öftustu mönnum. En það verður að hafa það – markmiðið er bara að komast alla leið.

Ef einhver vill styrkja mig á þessari löngu leið (!) þá er mín góða móðir að safna fé fyrir hin illa stöddu börn í Sýrlandi – þau sem eiga hörmulegust örlög í heiminum um þessar mundir.

Sú söfnun er reyndar utan við hina opinberu söfnun hlaupsins en menn geta millifært inn á reikning Fatímusjóðsins, sem móðir mín rekur og hefur þegar lagt ótrúlega mikið af mörkum til að aðstoða bágstadda í Sýrlandi.

Framlög eru mjög vel þegin inn á 342 13 551212 – kennitalan er 140240-3979.

Allir sem þekkja til mömmu vita að hver króna sem hún safnar skilar sér á réttan og góðan stað.

Auðvitað verður hlaupið auðveldara ef maður veit að maður er að gera eitthvert gagn í leiðinni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!