Færslur fyrir júlí, 2014

Þriðjudagur 29.07 2014 - 22:03

Tilviljun; númer 56

Áðan var ég að koma hjólandi úr Vesturbæjarlauginni og á gatnamótum Hofsvallagötu og Hringbrautar hjólaði ég framhjá manni sem mér sýndist í fyrstu vera Þór Eldon tónlistarmaður og skáld. Þá hafði ég þó skömm sé frá að segja ekki leitt hugann að Þór Eldon í háa herrans tíð og áreiðanlega ekki séð hann í mörg […]

Þriðjudagur 29.07 2014 - 12:43

Frétt DV er bersýnilega rétt

Frétt DV um að Hanna Birna Kristjánsdóttir hafi haft samband við Stefán Eiríksson þáverandi lögreglustjóra í Reykjavík og freistað þess að hafa áhrif á rannsókn undir stjórn hans um embættisfærslur hennar sjálfrar, sú frétt er bersýnilega rétt. Í fréttinni felst svo grafalvarleg ásökun í garð Hönnu Birnu að ef fréttin væri röng, þá myndi Stefán að […]

Þriðjudagur 29.07 2014 - 08:47

Ömurleg frétt

Frétt DV í morgun um að Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hafi hætt vegna fjandskapar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra í sinn garð er ekkert minna en hrollvekjandi. Þetta er einhver ömurlegasta frétt sem ég hef séð lengi af innlendum vettvangi. Sé eitthvað hæft í því að dómsmálaráðherra hafi bæði hringt í lögreglustjórann og kallað hann […]

Fimmtudagur 24.07 2014 - 09:52

Síðustu forvöð að skrifa undir og lýsa eindreginni andúð á framferði Ísraels

Loftárásir Ísraela á Gaza halda áfram. Þrátt fyrir allan venjulegan diplómatískan þrýsting. Sá þrýstingur dugar ekki lengur. Ísraelsmenn þurfa að fá skýr skilaboð um að jafnvel gamlar vinaþjóðir séu tilbúnar til að slíta við þá stjórnmálatengsl ef þeir láta ekki af villimannlegu framferði sínu og stríðsglæpum. Hérna er áskorun til íslenskra yfirvalda um að slíta […]

Miðvikudagur 23.07 2014 - 22:22

Rasismi er víða

„Bardagahvötin er eðli Arabans. Hann er óvinur í eðli sínu. Persónuleiki hans leyfir honum ekki málamiðlanir. Það skiptir ekki máli hvaða mótspyrnu hann mætir, eða hvaða verð hann þarf að greiða. Tilvera hans er endalaust stríð.“  Ef einhver hefði vogað sér að segja þetta um Bandaríkjamenn, eða Rússa, eða Gyðinga, eða Afríkumenn, eða Kínverja, eða […]

Miðvikudagur 23.07 2014 - 13:11

Nauðgarinn

Ekki er það algengt að í leiðara svo lágróma blaðs sem Fréttablaðsins sé stjórnvöldum í öðru landi líkt við nauðgara. En það gerðist í morgun, og leiðarinn er reyndar alveg prýðilegur. Ágæt er til dæmis ábending leiðarahöfundar um að framferði Ísraels sé það sama nú og verið hafi áður en Hamas kom til sögunnar. Ísraelsmenn og talsmenn þeirra […]

Miðvikudagur 23.07 2014 - 10:08

Pizza númer 26

Ég sé í Fréttablaðinu að veitingastaðurinn Hornið er 35 ára í dag. Sjá hérna. Það er full ástæða til að óska eigendunum Valgerði og Jakobi hjartanlega til hamingju með áfangann. Þau hafa ekki aðeins haldið úti þessum fína og huggulega stað öll þessi ár, heldur eru þau líka meiri brautryðjendur í henni Reykjavíkurborg en margir […]

Þriðjudagur 22.07 2014 - 08:59

Prófum aðra leið: Slítum stjórnmálasambandi

Undirskriftasöfnunin með áskorun til íslenskra stjórnvalda um að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael hefur farið ótrúlega vel af stað. Frá því síðdegis í gær hafa nærri 3.500 manns skrifað undir. Ég hvet alla þá sem eru sammála að skrifa undir og dreifa -ég hef engin tök á öðru en svona netsöfnun, en hér er linkinn vonandi […]

Mánudagur 21.07 2014 - 16:29

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ég ætla að biðja ykkur að dreifa þessari undirskriftasöfnun sem víðast á netinu. Og skrifa undir, ef þið eruð sammála texta hennar, en hann er svohljóðandi: „Við undirrituð hvetjum íslensk stjórnvöld til að slíta nú þegar stjórnmálasambandi við Ísrael vegna nýjustu atburða á Gaza. Jafnvel þótt viðurkenndur sé réttur Ísraels til að snúast til varnar […]

Fimmtudagur 17.07 2014 - 16:12

Valdhroki Ólafs Ragnars Grímssonar

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave samkomulaginu staðfestingar útmálaði hann sjálfan sig sem mikinn postula lýðræðisvæðingar á Íslandi og gott ef ekki í öllum heiminum. Hann hafði líka alveg efni á að hreykja sér svolítið í því máli. Þjóðin var honum hjartanlega sammála. En eftir að honum hafði lukkast að bjarga sínum eigin orðstír með […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!